Borgarafundur um Neyðarbraut stendur nú yfir og samkvæmt viðstöddum er húsrýmið sprungið. Búið er að stækka fundarsali til beggja átta. Fundurinn er sendur út beint á netinu og má fylgjast með honum á síðunni lending.is eða í spilaranum hér fyrir neðan.
Samtökin Hjartað í Vatnsmýrinni boðuðu til fundarins í kvöld.
Undirskriftir tugþúsunda manna og samþykktir íbúasamtaka eða fagaðila liggja nú þegar fyrir en fram kemur á vefsíðu samtakanna að brautin liggi frá NA til SV og er af flugmönnum kölluð 06/24.
Hún er notuð þegar vindar hamla lendingu á öðrum brautum. Fram kemur á síðu samtakanna; „Verði henni lokað fellur nýtingarhlutfall vallarins niður í ruslflokk og lokunardögum fjölgar úr 4 í 39 daga.“