Innlent

Alger óvissa ríkir um framtíð neyðarbrautarinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alger óvissa ríkir um framtíð norðaustur, suðvestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar sem til stóð að loka um síðustu áramót. Ekki er samstaða í ríkisstjórn um framtíð flugbrautarinnar og hagsmunir innanlandsflugsins og byggingarfélagsins Valsmanna togast á.

Borgarafundur um Neyðarbraut stendur nú yfir og samkvæmt viðstöddum er húsrýmið sprungið. Búið er að stækka fundarsali til beggja átta. Fundurinn er sendur út beint á netinu og má fylgjast með honum á síðunni lending.is eða í spilaranum hér fyrir neðan.

Samtökin Hjartað í Vatnsmýrinni boðuðu til fundarins í kvöld.

Undirskriftir tugþúsunda manna og samþykktir íbúasamtaka eða fagaðila liggja nú þegar fyrir en fram kemur á vefsíðu samtakanna að brautin liggi frá NA til SV og er af flugmönnum kölluð 06/24.

Hún er notuð þegar vindar hamla lendingu á öðrum brautum. Fram kemur á síðu samtakanna; „Verði henni lokað fellur nýtingarhlutfall vallarins niður í ruslflokk og lokunardögum fjölgar úr 4 í 39 daga.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.