Innlent

Mótmæla vopnaburði lögreglu

Atli Ísleifsson skrifar
Mótmælendur eru margir vopnaðir vatnsbyssum.
Mótmælendur eru margir vopnaðir vatnsbyssum. Vísir/Ernir

Um tvö hundruð manns komu saman fyrir framan Lögreglustöðina á Hverfisgötu nú síðdegis til að mótmæla að lögregla beri vopn.

Mótmælin fóru að mestu friðsamlega fram en þó var rauðri málningu og grjóti kastað á lögregluhúsið. 

Mótmælendur voru margir vopnaði vatnsblöðrum, sápukúlum og vatnsbyssum líkt og hvatt hafði verið til á Facebook-síðu mótmælanna.

Fleiri hundruð manns höfðu á sérstakri facebook síðu boðað komu sína til mótmælanna.

Vísir/Ernir


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.