Landhelgisgæslan reiknar ekki með að borga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. október 2014 18:56 Forstjóri Landhelgisgæslunnar reiknar ekki með að Gæslan greiði fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi henni. Ráðherrum hafi ekki verið greint frá kaupunum en aðilar innan innanríkisráðuneytisins hafi vitað af þeim. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir Gæsluna hafa átt gott samstarf við Norðmenn um áratugaskeið. „Í því samstarfi þá kom fram að Norðmenn væru að skipta út léttum vopnum. Norðmenn buðust til þess að útvega Íslendingum þessi vopn. Lögreglan ákvað að þiggja þetta góða boð og Landhelgisgæslan sömuleiðis,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. 250 MP5-hríðskotabyssur komu svo til landsins í febrúar á þessu ári en yfirmaður sprengju- og öryggisdeildar Gæslunnar skrifaði undir samkomulag þess efnis fyrir hana. Í því samkomulagi kom fram að byssurnar kostuðu 11,5 milljónir króna. Landhelgisgæslan reiknaði þó aldrei með að greiða fyrir byssurnar. „Landhelgisgæslan hefur aldrei greitt eitt eða neitt fyrir þessa góðu aðstoð Norðmanna hvort sem það er á þessu sviði eða öðru. Það hefur hins vegar alltaf verið gert samkomulag um þessi mál og þjónusta eða búnaður hefur verið verðmerktur með ákveðnum tölum en það hefur aldrei verið innheimt. Það hefur aldrei verið sendur reikningur og við máttum ekki ætla annað en að það yrði eins í þessu tilfelli og það sama gildir um lögregluna,“ segir Georg. Landhelgisgæslan hafði fljótlega samband við ríkislögreglustjóra eftir að tilboðið barst og þá vissu einnig aðilar hjá innanríkisráðuneytinu af málinu. Georg segir þó ekki hafa verið óskað eftir aðkomu ráðuneyta að málinu. Ráðherra var ekki tilkynnt sérstaklega um málið af Gæslunni. Hann telur um eðlilega framkvæmd að ræða og endurnýjun og það því ekki hafa þurft. Vopnin eru enn á Keflavíkurflugvelli og hafa ekki verið afgreidd úr tollinum. Óljóst er hvort og hversu há tolla- og aðflutningsgjöldin verða og hvenær vopnin verða afgreidd. „Nú verða þessi mál tekin til skoðunar og ég veit ekki svo sem hvað verður en ég vona nú að úr þessu rætist og við getum haldið áfram þessu góða samstarfi við Norðmenn sem er okkur mjög mikilsvirði,“ segir Georg Lárusson. Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Forstjóri Landhelgisgæslunnar reiknar ekki með að Gæslan greiði fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi henni. Ráðherrum hafi ekki verið greint frá kaupunum en aðilar innan innanríkisráðuneytisins hafi vitað af þeim. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir Gæsluna hafa átt gott samstarf við Norðmenn um áratugaskeið. „Í því samstarfi þá kom fram að Norðmenn væru að skipta út léttum vopnum. Norðmenn buðust til þess að útvega Íslendingum þessi vopn. Lögreglan ákvað að þiggja þetta góða boð og Landhelgisgæslan sömuleiðis,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. 250 MP5-hríðskotabyssur komu svo til landsins í febrúar á þessu ári en yfirmaður sprengju- og öryggisdeildar Gæslunnar skrifaði undir samkomulag þess efnis fyrir hana. Í því samkomulagi kom fram að byssurnar kostuðu 11,5 milljónir króna. Landhelgisgæslan reiknaði þó aldrei með að greiða fyrir byssurnar. „Landhelgisgæslan hefur aldrei greitt eitt eða neitt fyrir þessa góðu aðstoð Norðmanna hvort sem það er á þessu sviði eða öðru. Það hefur hins vegar alltaf verið gert samkomulag um þessi mál og þjónusta eða búnaður hefur verið verðmerktur með ákveðnum tölum en það hefur aldrei verið innheimt. Það hefur aldrei verið sendur reikningur og við máttum ekki ætla annað en að það yrði eins í þessu tilfelli og það sama gildir um lögregluna,“ segir Georg. Landhelgisgæslan hafði fljótlega samband við ríkislögreglustjóra eftir að tilboðið barst og þá vissu einnig aðilar hjá innanríkisráðuneytinu af málinu. Georg segir þó ekki hafa verið óskað eftir aðkomu ráðuneyta að málinu. Ráðherra var ekki tilkynnt sérstaklega um málið af Gæslunni. Hann telur um eðlilega framkvæmd að ræða og endurnýjun og það því ekki hafa þurft. Vopnin eru enn á Keflavíkurflugvelli og hafa ekki verið afgreidd úr tollinum. Óljóst er hvort og hversu há tolla- og aðflutningsgjöldin verða og hvenær vopnin verða afgreidd. „Nú verða þessi mál tekin til skoðunar og ég veit ekki svo sem hvað verður en ég vona nú að úr þessu rætist og við getum haldið áfram þessu góða samstarfi við Norðmenn sem er okkur mjög mikilsvirði,“ segir Georg Lárusson.
Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira