Mikil gasmengun á Höfn Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2014 17:56 Vísir/Egill Mikil brennisteinsdíoxíðmengun mælist nú á Höfn í Hornafirði. Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra. Búið er að senda viðvörunarskilaboð til íbúa Hafnar. Íbúar svæðisins eru hvattir til að halda til innandyra, fylgjast með fjölmiðlum og fylgja leiðbeiningum Umhverfisstofnunar og Landlæknis, sem finna má á heimasíðum embættanna. Þá þurfa einstaklingar með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma að gæta sérstaklega að líðan sinni og hafa strax samband við lækni, finni það fyrir óþægindum. Gert er ráð fyrir að mengun verði mikil á svæðinu næsta sólarhringinn. Hér að neðan má sjá töflu um áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum. Þá má einnig sjá frekari ráðstafanir sem hægt er að taka.Mynd/AlmannavarnirFrekari ráðstafanir: Ef mengun er mikil og fólk finnur fyrir óþægindum jafnvel þó það dvelji innandyra er hægt að grípa til ráðstafana til að draga úr styrk mengunar innanhúss með því að útbúa einfaldan hreinsibúað. - Takið 5 gr. af venjulegum matarsóda og leysið upp í 1 lítra af vatni. - Bleytið einhverskonar klút t.d. viskastykki, þunnt handklæði eða gamaldags gasbleyju í þessari lausn. - Vindið mesta vatnið úr þannig að ekki leki vatn úr. - Festið þennan raka klút upp á einhverskonar grind, t.d. þurrkgrind fyrir þvott og festið á öllum hliðum t.d með þvottaklemmum. - Stillið grindinni upp í því herbergi sem ætlunin er að hreinsa loftið í. - Til að klúturinn haldi virkni sinni þarf hann að vera rakur og gott er að halda rakastiginu við með því að úða á hann vatni t.d. úr blómaúðabrúsa. - Til að auka virknina er gott að láta borðviftu blása á klútinn. ATH! viftan er rafmagnstæki, gætið þess að raki úr klútum eða frá úðabrúsanum komist ekki í viftuna. Viftan þarf að standa í öruggri fjarlægð frá klútum, ekki nær en um það bil tvo metra. Alls ekki breiða klútinn yfir sjálfa viftuna. - Ef vifta er ekki til staðar gerir klúturinn samt gagn sérstaklega ef honum er komið fyrir nálægt ofnum, en loftflæði er meira við ofna en aðra staði í íbúðinni. ATH! Ekki er þörf á að breiða klútinn yfir ofninn, nóg er að hann standi á grind við hliðina á ofninum. Gætið varúðar við rafmagnsofna, aldrei má hindra loftflæði að þeim eða breiða neitt yfir þá. - Ef langvarandi mengun er til staðar þarf að skola klútinn undir rennandi vatni tvisvar á dag og setja hann aftur í matarsódalausnina. - Að auki er gagnlegt að skrúfa frá kaldri sturtu og hafa sturtuklefann og baðherbergisdyrnar opnar. Þessi aðferð hjálpar til við að hreinsa loftið. Bárðarbunga Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Mikil brennisteinsdíoxíðmengun mælist nú á Höfn í Hornafirði. Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra. Búið er að senda viðvörunarskilaboð til íbúa Hafnar. Íbúar svæðisins eru hvattir til að halda til innandyra, fylgjast með fjölmiðlum og fylgja leiðbeiningum Umhverfisstofnunar og Landlæknis, sem finna má á heimasíðum embættanna. Þá þurfa einstaklingar með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma að gæta sérstaklega að líðan sinni og hafa strax samband við lækni, finni það fyrir óþægindum. Gert er ráð fyrir að mengun verði mikil á svæðinu næsta sólarhringinn. Hér að neðan má sjá töflu um áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum. Þá má einnig sjá frekari ráðstafanir sem hægt er að taka.Mynd/AlmannavarnirFrekari ráðstafanir: Ef mengun er mikil og fólk finnur fyrir óþægindum jafnvel þó það dvelji innandyra er hægt að grípa til ráðstafana til að draga úr styrk mengunar innanhúss með því að útbúa einfaldan hreinsibúað. - Takið 5 gr. af venjulegum matarsóda og leysið upp í 1 lítra af vatni. - Bleytið einhverskonar klút t.d. viskastykki, þunnt handklæði eða gamaldags gasbleyju í þessari lausn. - Vindið mesta vatnið úr þannig að ekki leki vatn úr. - Festið þennan raka klút upp á einhverskonar grind, t.d. þurrkgrind fyrir þvott og festið á öllum hliðum t.d með þvottaklemmum. - Stillið grindinni upp í því herbergi sem ætlunin er að hreinsa loftið í. - Til að klúturinn haldi virkni sinni þarf hann að vera rakur og gott er að halda rakastiginu við með því að úða á hann vatni t.d. úr blómaúðabrúsa. - Til að auka virknina er gott að láta borðviftu blása á klútinn. ATH! viftan er rafmagnstæki, gætið þess að raki úr klútum eða frá úðabrúsanum komist ekki í viftuna. Viftan þarf að standa í öruggri fjarlægð frá klútum, ekki nær en um það bil tvo metra. Alls ekki breiða klútinn yfir sjálfa viftuna. - Ef vifta er ekki til staðar gerir klúturinn samt gagn sérstaklega ef honum er komið fyrir nálægt ofnum, en loftflæði er meira við ofna en aðra staði í íbúðinni. ATH! Ekki er þörf á að breiða klútinn yfir ofninn, nóg er að hann standi á grind við hliðina á ofninum. Gætið varúðar við rafmagnsofna, aldrei má hindra loftflæði að þeim eða breiða neitt yfir þá. - Ef langvarandi mengun er til staðar þarf að skola klútinn undir rennandi vatni tvisvar á dag og setja hann aftur í matarsódalausnina. - Að auki er gagnlegt að skrúfa frá kaldri sturtu og hafa sturtuklefann og baðherbergisdyrnar opnar. Þessi aðferð hjálpar til við að hreinsa loftið.
Bárðarbunga Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira