Refum fækkar ört á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2014 18:23 Fækkunin tekur jafnt til þeirra svæða þar sem refurinn er veiddur og til friðlanda eins og á Hornströndum en þar varð hrun í stofninum árið 2014. Vísir/Vilhelm Refum er farið að fækka á Íslandi eftir samfelldan vöxt um áratugaskeið. Samkvæmt nýju mati Náttúrufræðistofnunar voru um þriðjungi færri dýr í stofninum en þegar hann var síðast metinn árið 2010. Fækkunin tekur jafnt til þeirra svæða þar sem refurinn er veiddur og til friðlanda eins og á Hornströndum en þar varð hrun í stofninum árið 2014.Í fréttatilkynningu Náttúrufræðistofnunar eru ástæður þessarar stofnbreytingar óþekktar en tengjast líklega veðurfari, fæðuskilyrðum, heilbrigði dýranna og jafnvel aðbornum mengunarefnum. „Veiðimenn eru lykilaðilar í vöktun og rannsóknum á refastofninum en þeir senda hræ af felldum dýrum til krufninga og aldursgreiningar,“ segir í tilkynningunni. Nýjustu útreikningar á stærð íslenska refastofnsins sýna að refum hefur fækkað talsvert á undanförnum árum. „Er þetta í fyrsta skipti síðan mælingar hófust að refum fækkar á landinu. Haustið 2007 hafði stofninn verið í samfelldum vexti í meira en 30 ár og var orðinn ríflega áttfalt stærri en í upphafi vöktunarinnar árið 1979. Um þær mundir var íslenski refastofninn að rétta úr sér eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki.“ Náttúrufræðistofnunin segir stofnbreytinguna vera misjafna og að fjölgunin hafi farið rólega fram fyrstu 15 til 20 árin. „Árið 1997 fór stofninn að vaxa hraðar en á þeim tíma var áhersla aukin á vetrarveiði þó grenjavinnsla hafi ekki minnkað að sama skapi. Enn hraðari aukning varð eftir 2004 og náði hún hámarki árið 2008. Næstu tvö árin, 2009 og 2010, fækkaði refum mikið eða um 32% á landinu í heild. Vísbendingar eru um að fækkunin hafi haldið áfram næstu ár, 2011-2014, en ekki er hægt að fullyrða að svo hafi verið á þessu stigi.“Áætluð lágmarksstærð íslenska refastofnsins að haustlagi hvert ár. Lóðréttu línurnar sýna 95% öryggismörk og eru þau stærri eftir því sem nær dregur í tíma vegna þess að talsverður hluti hvers árgangs er enn óveiddur.Mynd/Náttúrufræðistofnun Íslands. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Refum er farið að fækka á Íslandi eftir samfelldan vöxt um áratugaskeið. Samkvæmt nýju mati Náttúrufræðistofnunar voru um þriðjungi færri dýr í stofninum en þegar hann var síðast metinn árið 2010. Fækkunin tekur jafnt til þeirra svæða þar sem refurinn er veiddur og til friðlanda eins og á Hornströndum en þar varð hrun í stofninum árið 2014.Í fréttatilkynningu Náttúrufræðistofnunar eru ástæður þessarar stofnbreytingar óþekktar en tengjast líklega veðurfari, fæðuskilyrðum, heilbrigði dýranna og jafnvel aðbornum mengunarefnum. „Veiðimenn eru lykilaðilar í vöktun og rannsóknum á refastofninum en þeir senda hræ af felldum dýrum til krufninga og aldursgreiningar,“ segir í tilkynningunni. Nýjustu útreikningar á stærð íslenska refastofnsins sýna að refum hefur fækkað talsvert á undanförnum árum. „Er þetta í fyrsta skipti síðan mælingar hófust að refum fækkar á landinu. Haustið 2007 hafði stofninn verið í samfelldum vexti í meira en 30 ár og var orðinn ríflega áttfalt stærri en í upphafi vöktunarinnar árið 1979. Um þær mundir var íslenski refastofninn að rétta úr sér eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki.“ Náttúrufræðistofnunin segir stofnbreytinguna vera misjafna og að fjölgunin hafi farið rólega fram fyrstu 15 til 20 árin. „Árið 1997 fór stofninn að vaxa hraðar en á þeim tíma var áhersla aukin á vetrarveiði þó grenjavinnsla hafi ekki minnkað að sama skapi. Enn hraðari aukning varð eftir 2004 og náði hún hámarki árið 2008. Næstu tvö árin, 2009 og 2010, fækkaði refum mikið eða um 32% á landinu í heild. Vísbendingar eru um að fækkunin hafi haldið áfram næstu ár, 2011-2014, en ekki er hægt að fullyrða að svo hafi verið á þessu stigi.“Áætluð lágmarksstærð íslenska refastofnsins að haustlagi hvert ár. Lóðréttu línurnar sýna 95% öryggismörk og eru þau stærri eftir því sem nær dregur í tíma vegna þess að talsverður hluti hvers árgangs er enn óveiddur.Mynd/Náttúrufræðistofnun Íslands.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira