Innlent

Læknar fara fram á 30-36 prósenta hækkun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Það horfir þunglega með að sættir takist í kjaradeilu lækna og ríkisins. Fyrsta af mörgum boðuðum verkföllum lækna á næstunni hófst á miðnætti.
Það horfir þunglega með að sættir takist í kjaradeilu lækna og ríkisins. Fyrsta af mörgum boðuðum verkföllum lækna á næstunni hófst á miðnætti. Visir/GVA
Læknar fara fram á 30-36 prósenta launahækkun.  Samninganefnd ríkisins hefur boðið 3 prósenta hækkun og ekki hefur verið haggað frá þeirri tölu frá því að deiluaðilar settust við samningaborðið.  Mikið ber því í milli og horfir það þunglega við að sættir náist.

Verkfall lækna hófst á miðnætti og stendur til miðnættis annað kvöld en að sögn Ólafs Baldurssonar, framkvæmdastjóra lækninga, gætti áhrifa þess strax í dag.  „Það þurfti að fresta yfir þrjátíu skurðaðgerðum þannig að áhrifanna gætir nú þegar. Sem betur fer hafa ekki komið upp nein alvarleg atvik eða slíkt en truflanirnar eru talsverðar,“ sagði Ólafur í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Eftir því sem verkfallaðgerðirnar halda áfram þá gæti ég trúað því að starfsemi spítalans truflist jafnt og þétt. Vinnulistar lengjast, biðlistar lengjast og svo framvegis,“ bætti hann við.

Ekki hefur komið til tals að setja lög á verkfallaaðgerðirnar en Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að slíkt myndi auka á læknaflóttann frá landinu.


Tengdar fréttir

Á miðnætti skellur verkfall lækna á

Á þriðja hundrað læknar leggja niður störf á miðnætti í kvöld. Verkfallið skapar mikla óvissu á Landspítalanum en það nær einnig til lækna á heilbrigðisstofnunum um allt land.

Starfsemin riðlast öll í verkfalli

Þróun kjaradeilu ríkisins og Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands hefur orðið þess valdandi að læknar hyggjast ganga ákveðið fram í verkfallsaðgerðum sínum. Þeir sinna þó alvarlegustu tilfellum sem upp koma.

Grátkór Landspítala

Á dögunum var athyglisvert Kastljósviðtal við sex starfsmenn Landspítalans þar sem vandi sjúkrahússins var reifaður sem og heilbrigðiskerfisins í heild

Verkfall lækna skollið á

Heilsugæslulæknar og læknar á kvenna-, barna- og rannsóknarsviði Landspítalans hófu tveggja sólarhringa verkfall á miðnætti. Læknar munu einungis sinna bráðaþjónustu. Verkfallið hefur áhrif á þúsundir sjúklinga.

Læknaverkfall hófst á miðnætti

Verkfallsaðgerðir lækna í Læknafélagi Íslands hófust á miðnætti og í þessari atrennu ná þær til umþaðbil 300 lækna á heilsugæslustöðvum og á kvenna- barna og rannsóknasviði Landsspítalans.

„Landspítalinn verður ekki rekinn án lækna“

Stjórn Félags læknanema harmar því að Læknafélag Íslands og Skurðlæknafélag Íslands sjái sig knúin til þess að boða til verkfalls en þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×