Innlent

Læknaverkfall hófst á miðnætti

Verkfallsaðgerðir lækna í Læknafélagi Íslands hófust á miðnætti og í þessari atrennu ná þær til umþaðbil 300 lækna á heilsugæslustöðvum og á kvenna- barna og rannsóknasviði Landsspítalans.

Læknar á þessum sviðum fá undanþágu til að sinna bráðatilvikum á meðan á aðgerðum stendur, sem verður í þrjá sólarhringa ef ekki semst innan þess tíma.

Síðasti samningafundur var á fimmtudag og hefur nýr fundur verið boðaður síðdegis í dag. Þorbjörn Jónsson formaður læknafélags Íslands segir samkomulag ekki í sjónmáli og Ólafur Baldursson forstjóri lækninga segir að verkfall sé hið versta mál  sem skapi óvissu á spítalanum. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.