Fótbolti

Robben og Van Persie í byrjunarliðinu hjá Hollandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arjen Robben á HM í sumar.
Arjen Robben á HM í sumar. vísir/getty
Guus Hiddink, þjálfari hollenska landsliðsins í knattspyrnu, gerir engar breytingar á liðinu sem vann Kasakstan í síðusta leik í undankeppninni.

Holland mætir Íslandi á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 og eru allar helstu stjörnur hollenska liðsins klárar í slaginn.

Robin van Persie, leikmaður Manchester United, er í byrjunarliðinu líkt og hinn eldfljóti ArjenRobben, leikmaður Bayern München.

Holland (4-3-3): Jasper Cillesen; Gregory van der Wiel, Stefan de Vrij, Bruno Martins Indi, Daley Blind; Nigel de Jong, Wesley Sneijder, Ibrahim Afellay; Arjen Robben, Jermain Lens, Robin van Persie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×