Búið að koma upp nýjum vef í stað Deildu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. október 2014 13:07 Nýr vefur er kominn í loftið í stað Deildu.net. vísir Búið er að koma upp nýju vefsvæðið í staðinn fyrir vefinn Deildu.net, eftir að úrskurðað var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að loka ætti fyrir aðgang viðskiptavina Vodafone og Hringdu að síðunni, auk þess sem fyrirtækin áttu að loka fyrir aðgang viðskiptavina sinna af sambærilegri síðu sem hýst er erlendis og kallast PirateBay. Þegar farið er inn á vef Deildu.net má sjá hlekk á nýja vefinn. Á nýju síðunni er notast við lén sem skráð er á lítilli eyju í Atlantshafinu, suður af Nýfundnalandi. Eyjan heitir Saint Pierre og Miquelon. Deildu.net hefur undanfarið verið stærsti vefurinn hér á landi þar sem boðið er upp á höfundavarið efni sem hægt er að hala niður án endurgjalds. SMÁÍS, samtök myndréttarhafa á Íslandi, og STEF, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, hafa barist fyrir því að síðunni verði lokað. Í kjölfar dómsins hafa margir tjáð sig um þá tilraun að loka fyrir aðgang að vefjunum tveimur. Þingflokksformaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, sagðist til dæmis ætla að deila tækniþekkingu sinni til almennings, því ýmsar hjáleiðir væri að finna á netinu. Í samtali við Vísi sagði hann jafnframt: „Menn halda kannski að þeir geti lokað fyrir höfundaréttabrot með því að loka fyrir aðgang að einstaka vefjum. Vandi þeirra er samt sem áður sá að það virkar ekki. Og það þýðir að það þarf sífellt að ganga lengra,“ og bætti við: „Nú verður lokað á þessa vefi. En það eru aðrir vefir með svipaðan tilgang og fjöldi þeirra hleypur á hundruðuðum jafnvel þúsundum. Á að loka þeim öllum? Og ef svarið er já, hvernig sjá menn fyrir sér að þeir ætla að hafa opið internet meðfram höfundarétti?“ Kristinn Pétursson, forstöðumaður sölu- og þjónustusviðs Hringdu sagði við Vísi í morgun: „Það er ljóst að aðgerðir sem þessar samrýmast ekki stefnu Hringdu í netfrelsismálum en fjarskiptafyrirtækið hefur lagt mikla áherslu á að viðskiptavinir þess eigi rétt á óhindruðum aðgangi að internetinu.“ Í samtali við Vísi í gær sagði Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF: „Við náum aldrei endanlegum sigri í baráttunni og við erum það skynsamt fólk að við gerum okkur grein fyrir því að það munu að öllum líkindum spretta upp nýjar síður. Það hefur samt sýnt sig erlendis að þegar farið hefur verið í sambærilegar aðgerðir að aðsókn inn á svona síður hefur dregist verulega saman. Það verður því aðeins erfiðara fyrir fólk að nálgast efnið og brotaviljinn því meiri.“ Tengdar fréttir Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 „Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26 „Ljóst að aðgerðir sem þessar samrýmast ekki stefnu Hringdu í netfrelsismálum“ Hringdu mun ekki loka fyrir aðgengi viðskiptavina sinna að téðum síðum fyrr en formleg ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík liggur fyrir. 15. október 2014 09:48 Vodafone ekki lokað á síðurnar Í ljósi frétta af dómi héraðsdóms í máli STEF gegn Vodafone fyrr í dag hefur Vodafone sent frá sér yfirlýsingu. 14. október 2014 16:44 Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Búið er að koma upp nýju vefsvæðið í staðinn fyrir vefinn Deildu.net, eftir að úrskurðað var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að loka ætti fyrir aðgang viðskiptavina Vodafone og Hringdu að síðunni, auk þess sem fyrirtækin áttu að loka fyrir aðgang viðskiptavina sinna af sambærilegri síðu sem hýst er erlendis og kallast PirateBay. Þegar farið er inn á vef Deildu.net má sjá hlekk á nýja vefinn. Á nýju síðunni er notast við lén sem skráð er á lítilli eyju í Atlantshafinu, suður af Nýfundnalandi. Eyjan heitir Saint Pierre og Miquelon. Deildu.net hefur undanfarið verið stærsti vefurinn hér á landi þar sem boðið er upp á höfundavarið efni sem hægt er að hala niður án endurgjalds. SMÁÍS, samtök myndréttarhafa á Íslandi, og STEF, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, hafa barist fyrir því að síðunni verði lokað. Í kjölfar dómsins hafa margir tjáð sig um þá tilraun að loka fyrir aðgang að vefjunum tveimur. Þingflokksformaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, sagðist til dæmis ætla að deila tækniþekkingu sinni til almennings, því ýmsar hjáleiðir væri að finna á netinu. Í samtali við Vísi sagði hann jafnframt: „Menn halda kannski að þeir geti lokað fyrir höfundaréttabrot með því að loka fyrir aðgang að einstaka vefjum. Vandi þeirra er samt sem áður sá að það virkar ekki. Og það þýðir að það þarf sífellt að ganga lengra,“ og bætti við: „Nú verður lokað á þessa vefi. En það eru aðrir vefir með svipaðan tilgang og fjöldi þeirra hleypur á hundruðuðum jafnvel þúsundum. Á að loka þeim öllum? Og ef svarið er já, hvernig sjá menn fyrir sér að þeir ætla að hafa opið internet meðfram höfundarétti?“ Kristinn Pétursson, forstöðumaður sölu- og þjónustusviðs Hringdu sagði við Vísi í morgun: „Það er ljóst að aðgerðir sem þessar samrýmast ekki stefnu Hringdu í netfrelsismálum en fjarskiptafyrirtækið hefur lagt mikla áherslu á að viðskiptavinir þess eigi rétt á óhindruðum aðgangi að internetinu.“ Í samtali við Vísi í gær sagði Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF: „Við náum aldrei endanlegum sigri í baráttunni og við erum það skynsamt fólk að við gerum okkur grein fyrir því að það munu að öllum líkindum spretta upp nýjar síður. Það hefur samt sýnt sig erlendis að þegar farið hefur verið í sambærilegar aðgerðir að aðsókn inn á svona síður hefur dregist verulega saman. Það verður því aðeins erfiðara fyrir fólk að nálgast efnið og brotaviljinn því meiri.“
Tengdar fréttir Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 „Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26 „Ljóst að aðgerðir sem þessar samrýmast ekki stefnu Hringdu í netfrelsismálum“ Hringdu mun ekki loka fyrir aðgengi viðskiptavina sinna að téðum síðum fyrr en formleg ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík liggur fyrir. 15. október 2014 09:48 Vodafone ekki lokað á síðurnar Í ljósi frétta af dómi héraðsdóms í máli STEF gegn Vodafone fyrr í dag hefur Vodafone sent frá sér yfirlýsingu. 14. október 2014 16:44 Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00
„Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26
„Ljóst að aðgerðir sem þessar samrýmast ekki stefnu Hringdu í netfrelsismálum“ Hringdu mun ekki loka fyrir aðgengi viðskiptavina sinna að téðum síðum fyrr en formleg ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík liggur fyrir. 15. október 2014 09:48
Vodafone ekki lokað á síðurnar Í ljósi frétta af dómi héraðsdóms í máli STEF gegn Vodafone fyrr í dag hefur Vodafone sent frá sér yfirlýsingu. 14. október 2014 16:44
Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31