„Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. október 2014 15:26 Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. visir/aðsend/getty „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurð í máli Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. Þar kemur fram að lagt sé fyrir Sýslumanninn í Reykjavík að leggja lögbann á að umrædd fjarskiptafyrirtæki geti veitt viðskiptamönnum sínum aðgang að vefsíðunum www.deildu.net, www.deildu.com, www.thepiratebay.se, www. thepiratebay.sx og www.thepiratebay.org. „Vonandi mun þessi úrskurður gera það að verkum að aðgangi að tveimur stærstu deilisíðum sem Íslendingar sækja verði lokað. Ekki bara hjá þeim fyrirtækjum sem úrskurðurinn beinist að heldur einnig hjá öðrum íslenskum fjarskiptafyrirtækjum. Við teljum þennan úrskurð vera fordæmisgefandi sem þýðir að önnur fjarskiptafyrirtæki þurfa að fylgja í kjölfarið.“ Guðrún gerir sér fyllilega grein fyrir því að samtökin munu aldrei ná alfarið að stöðva ólöglegt niðurhal hér á landi. „Við náum aldrei endanlegum sigri í baráttunni og við erum það skynsamt fólk að við gerum okkur grein fyrir því að það munu að öllum líkindum spretta upp nýjar síður. Það hefur samt sýnt sig erlendis að þegar farið hefur verið í sambærilegar aðgerðir að aðsókn inn á svona síður hefur dregist verulega saman. Það verður því aðeins erfiðara fyrir fólk að nálgast efnið og brotaviljinn því meiri.“ Guðrún vonast til þess að svona mál verði auðveldari í dómskerfinu með þessu fordæmi. „Vonandi þurfum við ekki að standa í dómsmáli sem tekur eins langan tíma og þetta,“ segir Guðrún en upphaflega lagði STEF, ásamt öðrum rétthafasamtökum, fram lögbannskröfuna 6. september árið 2013. Tengdar fréttir Kröfu um lokun á Deildu.net og Piratebay vísað frá dómi „Málunum var vísað frá vegna formsatriða,“ segir lögmaður samtakanna. 19. mars 2014 16:30 STEF getur gert lögbannskröfur á fjarskiptafyrirtæki Hæstiréttur felldi í dag úr gildi hluta úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi lögbannskröfu fjögurra réttahafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. 29. apríl 2014 17:44 Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
„Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurð í máli Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. Þar kemur fram að lagt sé fyrir Sýslumanninn í Reykjavík að leggja lögbann á að umrædd fjarskiptafyrirtæki geti veitt viðskiptamönnum sínum aðgang að vefsíðunum www.deildu.net, www.deildu.com, www.thepiratebay.se, www. thepiratebay.sx og www.thepiratebay.org. „Vonandi mun þessi úrskurður gera það að verkum að aðgangi að tveimur stærstu deilisíðum sem Íslendingar sækja verði lokað. Ekki bara hjá þeim fyrirtækjum sem úrskurðurinn beinist að heldur einnig hjá öðrum íslenskum fjarskiptafyrirtækjum. Við teljum þennan úrskurð vera fordæmisgefandi sem þýðir að önnur fjarskiptafyrirtæki þurfa að fylgja í kjölfarið.“ Guðrún gerir sér fyllilega grein fyrir því að samtökin munu aldrei ná alfarið að stöðva ólöglegt niðurhal hér á landi. „Við náum aldrei endanlegum sigri í baráttunni og við erum það skynsamt fólk að við gerum okkur grein fyrir því að það munu að öllum líkindum spretta upp nýjar síður. Það hefur samt sýnt sig erlendis að þegar farið hefur verið í sambærilegar aðgerðir að aðsókn inn á svona síður hefur dregist verulega saman. Það verður því aðeins erfiðara fyrir fólk að nálgast efnið og brotaviljinn því meiri.“ Guðrún vonast til þess að svona mál verði auðveldari í dómskerfinu með þessu fordæmi. „Vonandi þurfum við ekki að standa í dómsmáli sem tekur eins langan tíma og þetta,“ segir Guðrún en upphaflega lagði STEF, ásamt öðrum rétthafasamtökum, fram lögbannskröfuna 6. september árið 2013.
Tengdar fréttir Kröfu um lokun á Deildu.net og Piratebay vísað frá dómi „Málunum var vísað frá vegna formsatriða,“ segir lögmaður samtakanna. 19. mars 2014 16:30 STEF getur gert lögbannskröfur á fjarskiptafyrirtæki Hæstiréttur felldi í dag úr gildi hluta úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi lögbannskröfu fjögurra réttahafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. 29. apríl 2014 17:44 Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Kröfu um lokun á Deildu.net og Piratebay vísað frá dómi „Málunum var vísað frá vegna formsatriða,“ segir lögmaður samtakanna. 19. mars 2014 16:30
STEF getur gert lögbannskröfur á fjarskiptafyrirtæki Hæstiréttur felldi í dag úr gildi hluta úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi lögbannskröfu fjögurra réttahafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. 29. apríl 2014 17:44
Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31