Hrægammasjóðum skipt út fyrir heimilin Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2014 12:54 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að heimilin sjálf muni standa undir kostnaðinum við leiðréttingu húsnæðisskulda með hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Ósvífinn málflutningur að mati forsætisráðherra. vísir/daníel Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir forsætisráðherra hafa skipt hrægammasjóðum sem áttu að standa undir leiðréttingu á skuldum heimilanna út fyrir heimilin sjálf, sem standa eigi undir kostnaðinum. Forsætisráðherra segir þingflokksformanninn fara með alger ósannindi. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að fyrir kosningar hefði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins talað um að hrægammasjóðir ættu að standa undir leiðréttingu á húsnæðisskuldum heimilanna. Eftir kosningar hefði forsætisráðherra hins vegar skipt hrægammasjóðunum út fyrir heimilin sjálf. „Þannig er skuldalækkun heimilanna sem fyrirhuguð er 5% af skuldum heimilanna. Og núna á sama tíma kemur flokkurinn fram með 5 prósenta hækkun á matarskattinum. Meðal skuldalækkun er um ein milljón króna á heimili. Það lækkar greiðslubyrðina um þetta fimm þúsund krónur á mánuði. Heimili með hundrað þúsund króna matarreikning fær fimm þúsund króna hækkun á matarskatti,“ sagði Helgi. „Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja. Vegna þess að allt sem háttvirtur þingmaður sagði, allt, allt sem háttvirtur þingmaður sagði, hvert einasta atriði er rangt. Háttvirtur þingmaður hefur í gegnum tíðina oft á tíðum sýnt af sér ósvífni hér í ræðustól en í þetta skipti tókst honum að halda hér heila ræðu þar sem hann fór ekki með eitt atriði rétt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Skattabreytingar núverandi ríkisstjórnar muni auka kaupmátt heimilanna og ráðstöfunartekjur allra heimila. Þetta væri m.a. gert með skattalækkunum en síðasta ríkisstjórn hefði framkvæmt um 200 breytingar á skattkerfinu til hækkunar. „Ég hvet hæstvirtan forsætisráðherra til að gera grein fyrir þvi í hverjum þessara atriða ég var ósannindamaður. Því það er fullkomlega ósæmandi að hann hagi sér með þessum hætti, eða tali með þessum hætti hér í ræðustól Alþingis,“ sagði Helgi. Forsætisráðherra sagði síðustu ríkisstjórn hafa svikið fyrirheit sín um að lækka skuldir heimilanna þegar gullið tækifæri hafi verið til þess. „Síðasta ríkisstjórn barðist fyrir því að koma skuldum fallina einkafyrirtækja á heimilin. Þessi ríkisstjórn færir skuldir heimilanna niður og skattleggur fjármálafyrirtækin um tugi milljarða, sem samkvæmt skattakenningum vinstrimanna síðasta ríkisstjórn gaf fjármálafyrirtækjunum tugi milljarða á ári,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi í morgun. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir forsætisráðherra hafa skipt hrægammasjóðum sem áttu að standa undir leiðréttingu á skuldum heimilanna út fyrir heimilin sjálf, sem standa eigi undir kostnaðinum. Forsætisráðherra segir þingflokksformanninn fara með alger ósannindi. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að fyrir kosningar hefði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins talað um að hrægammasjóðir ættu að standa undir leiðréttingu á húsnæðisskuldum heimilanna. Eftir kosningar hefði forsætisráðherra hins vegar skipt hrægammasjóðunum út fyrir heimilin sjálf. „Þannig er skuldalækkun heimilanna sem fyrirhuguð er 5% af skuldum heimilanna. Og núna á sama tíma kemur flokkurinn fram með 5 prósenta hækkun á matarskattinum. Meðal skuldalækkun er um ein milljón króna á heimili. Það lækkar greiðslubyrðina um þetta fimm þúsund krónur á mánuði. Heimili með hundrað þúsund króna matarreikning fær fimm þúsund króna hækkun á matarskatti,“ sagði Helgi. „Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja. Vegna þess að allt sem háttvirtur þingmaður sagði, allt, allt sem háttvirtur þingmaður sagði, hvert einasta atriði er rangt. Háttvirtur þingmaður hefur í gegnum tíðina oft á tíðum sýnt af sér ósvífni hér í ræðustól en í þetta skipti tókst honum að halda hér heila ræðu þar sem hann fór ekki með eitt atriði rétt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Skattabreytingar núverandi ríkisstjórnar muni auka kaupmátt heimilanna og ráðstöfunartekjur allra heimila. Þetta væri m.a. gert með skattalækkunum en síðasta ríkisstjórn hefði framkvæmt um 200 breytingar á skattkerfinu til hækkunar. „Ég hvet hæstvirtan forsætisráðherra til að gera grein fyrir þvi í hverjum þessara atriða ég var ósannindamaður. Því það er fullkomlega ósæmandi að hann hagi sér með þessum hætti, eða tali með þessum hætti hér í ræðustól Alþingis,“ sagði Helgi. Forsætisráðherra sagði síðustu ríkisstjórn hafa svikið fyrirheit sín um að lækka skuldir heimilanna þegar gullið tækifæri hafi verið til þess. „Síðasta ríkisstjórn barðist fyrir því að koma skuldum fallina einkafyrirtækja á heimilin. Þessi ríkisstjórn færir skuldir heimilanna niður og skattleggur fjármálafyrirtækin um tugi milljarða, sem samkvæmt skattakenningum vinstrimanna síðasta ríkisstjórn gaf fjármálafyrirtækjunum tugi milljarða á ári,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi í morgun.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira