Innlent

Peningar Pistorius búnir

Atli Ísleifsson skrifar
Oscar Pistorius á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi.
Oscar Pistorius á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Vísir/AFP
Lokaræður saksóknara og verjenda í máli Oscars Pistorius verða fluttar í dag, en búist er við að dómarinn í málinu geri grein fyrir ákvörðun refsingar á þriðjudaginn í næstu viku.

Pistorius brast í grát þegar verjandinn Barry Roux greindi frá því að peningar skjólstæðings síns væru búnir eftir réttarhöldin sem hafa nú staðið í sjö mánuði.

Pistorius var fundinn sekur um manndráp af gáleysi í síðasta mánuði fyrir að hafa orðið kærustu sinni, Reevu Steenkamp, að bana.

Pistorius á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi, en mögulegt er að dómur verði skilorðsbundinn, eða þá að Pistorius verði dæmdur til að greiða sekt eða gegna samfélagsþjónustu.

Refsiákvörðunarferli réttarhaldanna hófst á mánudaginn. Í frétt BBC kemur fram að verjendur fullyrði að öryggi suður-afríska spretthlauparans yrði ógnað í fangelsi, þó að fangelsisstjóri hafi hafnað slíkum fullyrðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×