Bryndís felur ASÍ að hafa umsjón yfir matarskattshópnum Stefán Árni Pálsson skrifar 17. október 2014 13:49 Bryndís Loftsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Bryndís Loftsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að fela ASÍ umsjón yfir Faceboohóp sem hefur það að markmiði að berjast fyrir því að 7 prósenta virðisaukaskattur á matvæli verði áfram. Þetta staðfestir hún í færslu sinni á síðu hópsins. „Við höfum þegar sýnt fram á hversu margir hafa áhyggjur af þessari fyrirhuguðu skattabreytinga og að þörf er á betri útlistun frá hendi ráðuneytisins um áhrif hennar á kjör fólks í mismunandi tekjuhópum og fjölskyldustærðum. Ég leitaði til ASÍ um að taka síðuna yfir áður en Brynjar Níelsson gerði athugasemdir við aðkomu mína að henni, hans orð hafa engin áhrif á mig eða skoðanir mínar.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt Bryndísi töluvert fyrir að berjast gegn frumvarpi flokksins opinberlega. „Að stjórnarliðar berjist gegn meginmarkmiðum frumvarpsins opinberlega og ganga svo langt að stofna til félagsskapar í þeim tilgangi er mjög sérkennilegt. Slíkir liðsmenn eru ekki hátt skrifaðir hjá mér og ættu kannski íhuga að fara í annað lið,“ skrifaði Brynjar í færslu á Facebook. „Mér þótti einfaldlega augljóst að svona hópur væri best kominn í höndum óflokksbundinna samtaka launafólks í landinu og að þeir væru betur til þess fallnir að miðla upplýsingum um málið til almennings. Ég þakka ykkur stuðninginn og allar góðu línurnar sem ég hef fengið í vikunni og hvet alla til þess að muna að því miður eru hér á landi margir sem lifa við kröpp kjör og leyfa sér lítinn munað umfram afborganir af húsnæði og mat. Hækkun barnabóta gagnast aðeins hluta þess hóps. Áfram veginn í átt að góðu samfélagi fyrir alla.“ Bryndís hefur bent á að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda eyddi 988 þúsund krónum á ári í mat og drykk. Hins vegar telur hún sig eyða tæpum tveimur milljónum í mat og drykk en Bryndís og maður hennar eiga þrjú börn á aldrinum 6-11 ára. Tengdar fréttir Vilja verja 7% matarskatt: Bryndís hefur aldrei kynnst öðru eins „Ég hef fengið ótal símtöl frá fólki sem ég þekki ekki neitt,“ segir Bryndís Loftsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og húsmóðir. Fjármálaráðherra hefur þó ekkert látið í sér heyra. 14. október 2014 13:59 Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Bryndís óvinsæl innan Sjálfstæðisflokksins Brynjar Níelsson veltir því upp hvort Bryndís Loftsdóttir varaþingmaður ætti kannski að segja sig úr flokknum. Sjálfstæðismenn hugsa Bryndísi þegjandi þörfina. 15. október 2014 11:56 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Bryndís Loftsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að fela ASÍ umsjón yfir Faceboohóp sem hefur það að markmiði að berjast fyrir því að 7 prósenta virðisaukaskattur á matvæli verði áfram. Þetta staðfestir hún í færslu sinni á síðu hópsins. „Við höfum þegar sýnt fram á hversu margir hafa áhyggjur af þessari fyrirhuguðu skattabreytinga og að þörf er á betri útlistun frá hendi ráðuneytisins um áhrif hennar á kjör fólks í mismunandi tekjuhópum og fjölskyldustærðum. Ég leitaði til ASÍ um að taka síðuna yfir áður en Brynjar Níelsson gerði athugasemdir við aðkomu mína að henni, hans orð hafa engin áhrif á mig eða skoðanir mínar.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt Bryndísi töluvert fyrir að berjast gegn frumvarpi flokksins opinberlega. „Að stjórnarliðar berjist gegn meginmarkmiðum frumvarpsins opinberlega og ganga svo langt að stofna til félagsskapar í þeim tilgangi er mjög sérkennilegt. Slíkir liðsmenn eru ekki hátt skrifaðir hjá mér og ættu kannski íhuga að fara í annað lið,“ skrifaði Brynjar í færslu á Facebook. „Mér þótti einfaldlega augljóst að svona hópur væri best kominn í höndum óflokksbundinna samtaka launafólks í landinu og að þeir væru betur til þess fallnir að miðla upplýsingum um málið til almennings. Ég þakka ykkur stuðninginn og allar góðu línurnar sem ég hef fengið í vikunni og hvet alla til þess að muna að því miður eru hér á landi margir sem lifa við kröpp kjör og leyfa sér lítinn munað umfram afborganir af húsnæði og mat. Hækkun barnabóta gagnast aðeins hluta þess hóps. Áfram veginn í átt að góðu samfélagi fyrir alla.“ Bryndís hefur bent á að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda eyddi 988 þúsund krónum á ári í mat og drykk. Hins vegar telur hún sig eyða tæpum tveimur milljónum í mat og drykk en Bryndís og maður hennar eiga þrjú börn á aldrinum 6-11 ára.
Tengdar fréttir Vilja verja 7% matarskatt: Bryndís hefur aldrei kynnst öðru eins „Ég hef fengið ótal símtöl frá fólki sem ég þekki ekki neitt,“ segir Bryndís Loftsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og húsmóðir. Fjármálaráðherra hefur þó ekkert látið í sér heyra. 14. október 2014 13:59 Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Bryndís óvinsæl innan Sjálfstæðisflokksins Brynjar Níelsson veltir því upp hvort Bryndís Loftsdóttir varaþingmaður ætti kannski að segja sig úr flokknum. Sjálfstæðismenn hugsa Bryndísi þegjandi þörfina. 15. október 2014 11:56 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Vilja verja 7% matarskatt: Bryndís hefur aldrei kynnst öðru eins „Ég hef fengið ótal símtöl frá fólki sem ég þekki ekki neitt,“ segir Bryndís Loftsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og húsmóðir. Fjármálaráðherra hefur þó ekkert látið í sér heyra. 14. október 2014 13:59
Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00
Bryndís óvinsæl innan Sjálfstæðisflokksins Brynjar Níelsson veltir því upp hvort Bryndís Loftsdóttir varaþingmaður ætti kannski að segja sig úr flokknum. Sjálfstæðismenn hugsa Bryndísi þegjandi þörfina. 15. október 2014 11:56