Innlent

Forstjóri Lyfjastofnunar lætur af störfum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rannveig Gunnarsdóttir
Rannveig Gunnarsdóttir
Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri Lyfjastofnunar, hefur óskað eftir því að láta af störfum 1. febrúar á næsta ári.

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á þá beiðni og verður embættið auglýst laust til umsóknar innan skamms. Rannveig Gunnarsdóttir hefur verið forstjóri Lyfjastofnunar allt frá því að stofnunin var sett á fót með lögum árið 2000.

Áður var Rannveig skrifstofustjóri lyfjanefndar ríkisins í fjögur ár, en lyfjanefnd ríkisins og lyfjaeftirlit ríkisins voru forverar Lyfjastofnunar.

Verkefni Lyfjastofnunar eru tilgreind í lyfjalögum en þau felast m.a. í mati á gæðum og öryggi lyfja, lyfjaeftirliti og eftirliti með lækningatækjum, upplýsingagjöf fyrir heilbrigðisstéttir og almenning og neytendavernd.

Heilbrigðisráðherra skipar forstjóra Lyfjastofnunar til fimm ára í senn samkvæmt lyfjalögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×