Innlent

Landhelgisgæslan eyddi tundurdufli

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Kalla þurfti út sprengjusérfræðinga í dag eftir að tilkynning barst um torkennilegan hlut sem kom upp með veiðarfærum um borð í Jóni á Hofi. Um var að ræða breskt tundurdufl með 225 kílóa sprengjuhleðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Skipstjóranum var sagt að innsiglingunni við Sandgerði þar sem að sprengjusérfræðingar og kafarar Landhelgisgæslunnar komu um borð. Þeir voru svo fluttir að skipinu með björgunarskipi Landsbjargar í Sandgerði þar sem duflið var gert öruggt til flutnings.

„Eftir að sérstökum lyftibelgjum hafði verið komið fyrir á duflinu var því slakað í sjóinn og svo dregið á öruggan stað til eyðingar með aðstoð slöngubáts frá köfunarþjónustu Sigurðar frá Sandgerði,“ segir í tilkynningunni. Kafari kom svo fyrir sprengjuhleðslu við duflið sem var notað til að eyða því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×