Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Hjörtur Hjartarson skrifar 17. október 2014 19:30 Seðlabanki Íslands vísar á bug orðum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, um að 500 milljóna evra lán til bankans hafi verið veitt áður en skrifað hafi verið undir veðsetningu. Í skýrslu fjárlaganefndar frá því í fyrra er fullyrt að bankinn hafi brotið eigin verklagsreglur. Hreiðar skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann yfir aðdraganda þess að Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi neyðarlán upp 500 milljónir evra, þann 6.október 2008. Segir Hreiðar:„Frágangur lánsins til Kaupþings var einnigóvenjulegurþar sem SeðlabankiÍslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituðog Seðlabankinn gekk ekki fráveðsetningu FIH bankans til sín.“ Að sögn Hreiðars var það ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum sem gengið var frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans í Danmörku.Seðlabankinn vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag en í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi fréttastofu er áðurnefndum fullyrðingum Hreiðars hafnað. En Hreiðar er ekki sá eini sem hefur sett út á hvernig lánveiting Seðlabankans var framkvæmd. Fjárlaganefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að lánareglur bankans hefðu verið brotnar. Skýrsla fjárlaganefndar var lögð fram þann 20.febrúar, 2013. Þar segir í niðurlagi um 500 miljóna evra lánið að „viðþá lánveitingu hafi lánareglur Seðlabankans verið brotnar."En jafnframt segir í skýrslunni: „Tekin var ákvörðun um hádegisbil 6. október að ganga frá veðsamningi. Talsvert átak var að tryggja veðsetninguna þar sem tími til þess var naumur fyrir lok vinnudags í Danmörku. Veðsamningurinn var útbúinn sem allsherjarveð en ekki veð fyrir lánsfjárhæðinni.“ Af þessu má skilja að veðgerningurinn hafi verið kláraður sama dag en lánasamningurinn sjálfur hafi ekki verið undirritaður fyrr en seinna. En þótt veðið hafi verið undirritað í tæka tíð tryggði það ekki fulla endurheimt á láninu. Ljóst er að tap ríkissjóðs af láninu er um 35 milljarðar króna. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Seðlabanki Íslands vísar á bug orðum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, um að 500 milljóna evra lán til bankans hafi verið veitt áður en skrifað hafi verið undir veðsetningu. Í skýrslu fjárlaganefndar frá því í fyrra er fullyrt að bankinn hafi brotið eigin verklagsreglur. Hreiðar skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann yfir aðdraganda þess að Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi neyðarlán upp 500 milljónir evra, þann 6.október 2008. Segir Hreiðar:„Frágangur lánsins til Kaupþings var einnigóvenjulegurþar sem SeðlabankiÍslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituðog Seðlabankinn gekk ekki fráveðsetningu FIH bankans til sín.“ Að sögn Hreiðars var það ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum sem gengið var frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans í Danmörku.Seðlabankinn vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag en í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi fréttastofu er áðurnefndum fullyrðingum Hreiðars hafnað. En Hreiðar er ekki sá eini sem hefur sett út á hvernig lánveiting Seðlabankans var framkvæmd. Fjárlaganefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að lánareglur bankans hefðu verið brotnar. Skýrsla fjárlaganefndar var lögð fram þann 20.febrúar, 2013. Þar segir í niðurlagi um 500 miljóna evra lánið að „viðþá lánveitingu hafi lánareglur Seðlabankans verið brotnar."En jafnframt segir í skýrslunni: „Tekin var ákvörðun um hádegisbil 6. október að ganga frá veðsamningi. Talsvert átak var að tryggja veðsetninguna þar sem tími til þess var naumur fyrir lok vinnudags í Danmörku. Veðsamningurinn var útbúinn sem allsherjarveð en ekki veð fyrir lánsfjárhæðinni.“ Af þessu má skilja að veðgerningurinn hafi verið kláraður sama dag en lánasamningurinn sjálfur hafi ekki verið undirritaður fyrr en seinna. En þótt veðið hafi verið undirritað í tæka tíð tryggði það ekki fulla endurheimt á láninu. Ljóst er að tap ríkissjóðs af láninu er um 35 milljarðar króna.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira