Innlent

Framvísaði fíkniefnum og öxi

Sunna Karen SIgurþórsdóttir skrifar
vísir/anton brink
Rétt eftir miðnætti var karlmaður handtekinn vegna gruns um fíkniefnamisferli. Framvísaði hann fíkniefnum og öxi sem hann hafði meðferðist og var honum sleppt að lokinni skýrslutöku. Uppúr klukkan tvö var tilkynnt um líkamsárás á Park Inn hótelinu. Talið er að um minniháttar meiðsl hafi verið að ræða en gerandinn var farinn þegar lögreglu bar að garði. Einhverjar upplýsingar liggja þó fyrir um hver var að verki og er málið til rannsóknar. 

Rétt fyrir klukkan fimm í morgun var maður handtekinn vegna gruns um líkamsárás, þolandi var fluttur á slysadeild en meiðsli eru ókunn. Um fjögur leytið var maður handtekinn vegna slagsmála og hótana í garð lögreglumanna. Hann gistir fangageymslu þar til skýrsla verður tekin af honum í dag.

Þá var töluvert um það að lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefði afskipti af ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna og kona var handtekinn í austurborginni vegna ölvunarástands og gistir hún fangageymslur þar til runnið verður af henni, segir í tilkynningu frá lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×