„Ég er ekki að setja vini eða fjölskyldu í hættu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. október 2014 14:49 Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að taka á móti ebólusmituðum einstakling. vísir/gva/afp Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður segist hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna ákvörðunar sinnar að fara til Líberíu. Hann hefur nú dvalið þar í viku og leggur þar sitt af mörkum í baráttunni gegn ebólufaraldrinum sem þar nú geisar. Hann segir gagnrýnina stafa af því að ekki er búið að koma á fót viðbragðsáætlun fyrir ebólu á Íslandi. Í færslu sem hann birti á Facebook síðu sinni segir hann að hann muni ekki koma til Íslands fyrr en rúmum þremur vikum eftir að hann færi frá Líberíu. Einkenni geri oftast vart við sig átta dögum eftir smit, en lengsti tími þar til smit koma fram er 21 dagur. Hann mun dvelja á sjúkrahúsi í Belgíu og verður í einangrun á meðan líklegasti tíminn til að smit komi fram er liðinn. Eftir það muni hann ferðast til Dubæ og Bandaríkjanna og takmarka á þeim tíma alla líkamlega snertingu við annað fólk. Hann kemur því ekki aftur til Íslands fyrr en upp úr miðjum nóvember. „Ég er ekki að setja íslenska heilbrigðiskerfið á hausinn ef eitthvað kæmi upp. Ég er ekki að koma til Íslands í mánuð frá heimkomu frá Líberíu. Ég er ekki að setja vini eða fjölskyldu í hættu. Ég er að fara eftir fyrirmælum virtasta sóttvarnaraðila í heiminum. Ég er í sjálfskipaðri sóttkví í landi sem er tilbúið að taka á við ebólu. Ég er með aðgang að sérfræðilækni 24/7 til að fá faglega ráðgjöf. Ég tek meðvitaðar ákvarðanir um áhættu og hjálpa þeim sem eru í neyð,“ skrifar Gísli. Hann segist hafa rætt við lækna hér á landi til að tryggja að hann hefði lyf og aldrei hefði komið upp í hans máli að banna honum að fara til Líberíu. „Því miður er það svo að þörfin hér úti er ansi mikil og að við sem stundum svona starf þurfum að geta tekið meðvitaðar ákvarðanir um það hvort áhættan við að fara hingað sé of mikil eða hvort hægt sé að vera með mótvægisaðgerðir sem gera þess ákvörðun réttlætanlega.“ Innlegg frá Gisli Rafn Olafsson. Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður segist hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna ákvörðunar sinnar að fara til Líberíu. Hann hefur nú dvalið þar í viku og leggur þar sitt af mörkum í baráttunni gegn ebólufaraldrinum sem þar nú geisar. Hann segir gagnrýnina stafa af því að ekki er búið að koma á fót viðbragðsáætlun fyrir ebólu á Íslandi. Í færslu sem hann birti á Facebook síðu sinni segir hann að hann muni ekki koma til Íslands fyrr en rúmum þremur vikum eftir að hann færi frá Líberíu. Einkenni geri oftast vart við sig átta dögum eftir smit, en lengsti tími þar til smit koma fram er 21 dagur. Hann mun dvelja á sjúkrahúsi í Belgíu og verður í einangrun á meðan líklegasti tíminn til að smit komi fram er liðinn. Eftir það muni hann ferðast til Dubæ og Bandaríkjanna og takmarka á þeim tíma alla líkamlega snertingu við annað fólk. Hann kemur því ekki aftur til Íslands fyrr en upp úr miðjum nóvember. „Ég er ekki að setja íslenska heilbrigðiskerfið á hausinn ef eitthvað kæmi upp. Ég er ekki að koma til Íslands í mánuð frá heimkomu frá Líberíu. Ég er ekki að setja vini eða fjölskyldu í hættu. Ég er að fara eftir fyrirmælum virtasta sóttvarnaraðila í heiminum. Ég er í sjálfskipaðri sóttkví í landi sem er tilbúið að taka á við ebólu. Ég er með aðgang að sérfræðilækni 24/7 til að fá faglega ráðgjöf. Ég tek meðvitaðar ákvarðanir um áhættu og hjálpa þeim sem eru í neyð,“ skrifar Gísli. Hann segist hafa rætt við lækna hér á landi til að tryggja að hann hefði lyf og aldrei hefði komið upp í hans máli að banna honum að fara til Líberíu. „Því miður er það svo að þörfin hér úti er ansi mikil og að við sem stundum svona starf þurfum að geta tekið meðvitaðar ákvarðanir um það hvort áhættan við að fara hingað sé of mikil eða hvort hægt sé að vera með mótvægisaðgerðir sem gera þess ákvörðun réttlætanlega.“ Innlegg frá Gisli Rafn Olafsson.
Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira