Hverfandi líkur á að fólk veikist af sushi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. október 2014 19:42 "Við viljum bara biðja fólk um að halda ró sinni. Það eru fagmenntaðir matreiðslumenn með þessa hluti algjörlega á hreinu. Ég persónulega hef gert sushi í 14 ár og aldrei komið upp eitt einasta tilvik,“ segir Siggi San, matreiðslumaður og eigandi SuZushii í Kringlunni. vísir/getty/stefán Röntgenmyndir af manni sem undirlagður var bandormum hafa gengið logandi ljósi um netheima að undanförnu. Fjölmargir fréttamiðlar greindu frá málinu, en fullyrt var að maðurinn hefði borðað yfir sig af sushi og sashimi. Málið hefur vakið gríðar mikla athygli um heim allan, meðal annars á Íslandi, en fréttin var ekki á rökum reist.Myndirnar eru vissulega sannar en bandormarnir smituðust ekki með sushiáti. Myndirnar voru teknar af 74 ára kínverskum karlmanni sem hafði miklar mætur á hráu svína- og nautakjöti. Í kjölfarið sýktist maðurinn af svínabandormum sem olli því að blöðrur mynduðust víða um líkama hans. Sif Traustadóttir dýralæknir segir sýkingar sem þessar afar sjaldgæfar, sér í lagi á Vesturlöndunum.Sif Traustadóttir, dýralæknir.vísir/aðsend„Það heyrir til algjörra undantekninga að fólk smitist af þessu og hér á Vesturlöndum er þetta nær óþekkt. Þetta er extreme tilfelli. Maðurinn virðist hafa borðað hrátt svínakjöt í fleiri fleiri ár. Dílarnir á myndinni skýrast af blöðrum myndast í vefjum þegar lirfurnar skríða út úr meltingarveginum en þetta er algjörlega einstakt tilfelli," segir Sif í samtali við Vísi. Ekki eitt einasta tilvik á 14 árum Siggi San, matreiðslumaður og eigandi SuZushii í Kringlunni, segir fréttir sem þessar algengar en þó sjaldnast sannar. Strangar reglur gildi um matreiðslu sushi hér á landi og sem og annars staðar í heiminum. Fiskurinn þurfi að vera vottaður af yfirdýralækni og því litlar sem engar líkur séu á að fólk sýkist af einhvers konar sníkjudýrum. „Við viljum bara biðja fólk um að halda ró sinni. Það eru fagmenntaðir matreiðslumenn með þessa hluti algjörlega á hreinu. Ég persónulega hef gert sushi í 14 ár og aldrei komið upp eitt einasta tilvik,“ segir Siggi. Fólk þurfi því ekkert að óttast. Tengdar fréttir Undirlagður bandormum eftir sushiát Kínverskur karlmaður liggur nú á milli heims og helju eftir að hafa innbyrt gríðarlega mikið magn af sushi. 25. september 2014 12:17 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Röntgenmyndir af manni sem undirlagður var bandormum hafa gengið logandi ljósi um netheima að undanförnu. Fjölmargir fréttamiðlar greindu frá málinu, en fullyrt var að maðurinn hefði borðað yfir sig af sushi og sashimi. Málið hefur vakið gríðar mikla athygli um heim allan, meðal annars á Íslandi, en fréttin var ekki á rökum reist.Myndirnar eru vissulega sannar en bandormarnir smituðust ekki með sushiáti. Myndirnar voru teknar af 74 ára kínverskum karlmanni sem hafði miklar mætur á hráu svína- og nautakjöti. Í kjölfarið sýktist maðurinn af svínabandormum sem olli því að blöðrur mynduðust víða um líkama hans. Sif Traustadóttir dýralæknir segir sýkingar sem þessar afar sjaldgæfar, sér í lagi á Vesturlöndunum.Sif Traustadóttir, dýralæknir.vísir/aðsend„Það heyrir til algjörra undantekninga að fólk smitist af þessu og hér á Vesturlöndum er þetta nær óþekkt. Þetta er extreme tilfelli. Maðurinn virðist hafa borðað hrátt svínakjöt í fleiri fleiri ár. Dílarnir á myndinni skýrast af blöðrum myndast í vefjum þegar lirfurnar skríða út úr meltingarveginum en þetta er algjörlega einstakt tilfelli," segir Sif í samtali við Vísi. Ekki eitt einasta tilvik á 14 árum Siggi San, matreiðslumaður og eigandi SuZushii í Kringlunni, segir fréttir sem þessar algengar en þó sjaldnast sannar. Strangar reglur gildi um matreiðslu sushi hér á landi og sem og annars staðar í heiminum. Fiskurinn þurfi að vera vottaður af yfirdýralækni og því litlar sem engar líkur séu á að fólk sýkist af einhvers konar sníkjudýrum. „Við viljum bara biðja fólk um að halda ró sinni. Það eru fagmenntaðir matreiðslumenn með þessa hluti algjörlega á hreinu. Ég persónulega hef gert sushi í 14 ár og aldrei komið upp eitt einasta tilvik,“ segir Siggi. Fólk þurfi því ekkert að óttast.
Tengdar fréttir Undirlagður bandormum eftir sushiát Kínverskur karlmaður liggur nú á milli heims og helju eftir að hafa innbyrt gríðarlega mikið magn af sushi. 25. september 2014 12:17 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Undirlagður bandormum eftir sushiát Kínverskur karlmaður liggur nú á milli heims og helju eftir að hafa innbyrt gríðarlega mikið magn af sushi. 25. september 2014 12:17