Innlent

Lögreglan óskar eftir vitnum að líkamsárás

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan lýsir eftir vitnum að líkamsárás við Dómkirkjuna sem átti sér stað aðfaranótt sl. sunnudags.
Lögreglan lýsir eftir vitnum að líkamsárás við Dómkirkjuna sem átti sér stað aðfaranótt sl. sunnudags. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað á móts við safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Lækjargötu 14a í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 28. september, en tilkynning um árásina barst lögreglu kl. 3.32.

Þar var ráðist á fertugan karlmann og leitar lögreglan þriggja manna í tengslum við rannsóknina.

Þeir eru allir taldir vera á þrítugsaldri og voru dökkklæddir umrædda nótt. Einn er ljóshærður og var í svartri hettupeysu, en annar, lágvaxnari en hinir, var með gleraugu með svartri umgjörð. Sá var enn fremur með húfu á höfði.

Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að árásinni, eða geta veitt upplýsingar um málið að öðru leyti, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má enn fremur koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.haukur@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×