Biðja lögregluna og nærstadda afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2014 12:35 Félagarnir voru miður sín þegar blaðamaður ræddi við þá í dag. Vísir/JóiK „Við biðjumst afsökunar á þessu. Þetta var vanhugsað af okkar hálfu og við virðum störf lögreglunnar miklu meira en þetta,“ segja félagarnir Nökkvi Fjalar Orrason, Egill Ploder Ottósson og Róbert Úlfarsson sem standa að sjónvarpsþættinum Áttunni á Bravó. Lögregla var kölluð að Kringlunni í gær vegna ábendingar frá vegfaranda um að maður klæddur lambhúshettu væri að brjótast inn í bíl. Hið rétta er að þremenningarnir voru að taka upp liðinn Samfélagstilraun í þætti sínum. Í þetta skiptið vildu þeir kanna viðbrögð almennings við því að verið væri að brjótast inn í bíl um hábjartan dag. Áttu þeir von á því að öryggisvörður gæti skorist í leikinn eða þá einn lögreglumaður myndi koma við. Skömmu eftir að upptökum lauk um hálf fjögur leytið í gær voru þrír lögreglubílar mættir á vettvang. „Þeir voru rosalega fúlir og skiljanlega. Við eigum erfitt með að lýsa með orðum hvað við sjáum mikið eftir þessu,“ segja félagarnir sem gáfu lögreglu skýrslu. Lögreglan hefur málið á sínu borði og mun koma í ljós í vikunni hvert framhald þess verður.Í tilkynningu lögreglu í gær kom fram að drengirnir hefðu ætlað bæði að kanna viðbragðstíma almennings og lögreglu við innbroti í bíl. Í tilkynningunni kom fram að atvikið teldist alvarlegt og það varðaði við lög að blekkja lögreglu og valda töfum á öðrum verkefnum hennar. Þáttastjórnendurnir segjast eingöngu hafa ætlað að kanna hvernig almenningur myndi bregðast við. Þeir hafi hins vegar ekki hugsað dæmið til enda. „Við vitum að lögreglan hefur miklu mikilvægari málum að sinna. Okkur þykir afar leiðinlegt að hafa sóað tíma þeirra í þetta,“ segja félagarnir. „Við biðjum lögregluna afsökunar og alla þá sem mögulega hafa orðið hræddir eða skelkaðir vegna uppákomunar í gær.“ Áttan Tengdar fréttir Lögregla ósátt við sviðsett innbrot í Kringlunni Atvikið reyndist sviðsett en lögregla lítur það alvarlegum augum. 5. október 2014 18:11 Svæfa Gillz og setja á hann skinku og rjóma Strákarnir í Áttunni taka upp á ýmsu. 6. október 2014 14:30 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
„Við biðjumst afsökunar á þessu. Þetta var vanhugsað af okkar hálfu og við virðum störf lögreglunnar miklu meira en þetta,“ segja félagarnir Nökkvi Fjalar Orrason, Egill Ploder Ottósson og Róbert Úlfarsson sem standa að sjónvarpsþættinum Áttunni á Bravó. Lögregla var kölluð að Kringlunni í gær vegna ábendingar frá vegfaranda um að maður klæddur lambhúshettu væri að brjótast inn í bíl. Hið rétta er að þremenningarnir voru að taka upp liðinn Samfélagstilraun í þætti sínum. Í þetta skiptið vildu þeir kanna viðbrögð almennings við því að verið væri að brjótast inn í bíl um hábjartan dag. Áttu þeir von á því að öryggisvörður gæti skorist í leikinn eða þá einn lögreglumaður myndi koma við. Skömmu eftir að upptökum lauk um hálf fjögur leytið í gær voru þrír lögreglubílar mættir á vettvang. „Þeir voru rosalega fúlir og skiljanlega. Við eigum erfitt með að lýsa með orðum hvað við sjáum mikið eftir þessu,“ segja félagarnir sem gáfu lögreglu skýrslu. Lögreglan hefur málið á sínu borði og mun koma í ljós í vikunni hvert framhald þess verður.Í tilkynningu lögreglu í gær kom fram að drengirnir hefðu ætlað bæði að kanna viðbragðstíma almennings og lögreglu við innbroti í bíl. Í tilkynningunni kom fram að atvikið teldist alvarlegt og það varðaði við lög að blekkja lögreglu og valda töfum á öðrum verkefnum hennar. Þáttastjórnendurnir segjast eingöngu hafa ætlað að kanna hvernig almenningur myndi bregðast við. Þeir hafi hins vegar ekki hugsað dæmið til enda. „Við vitum að lögreglan hefur miklu mikilvægari málum að sinna. Okkur þykir afar leiðinlegt að hafa sóað tíma þeirra í þetta,“ segja félagarnir. „Við biðjum lögregluna afsökunar og alla þá sem mögulega hafa orðið hræddir eða skelkaðir vegna uppákomunar í gær.“
Áttan Tengdar fréttir Lögregla ósátt við sviðsett innbrot í Kringlunni Atvikið reyndist sviðsett en lögregla lítur það alvarlegum augum. 5. október 2014 18:11 Svæfa Gillz og setja á hann skinku og rjóma Strákarnir í Áttunni taka upp á ýmsu. 6. október 2014 14:30 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Lögregla ósátt við sviðsett innbrot í Kringlunni Atvikið reyndist sviðsett en lögregla lítur það alvarlegum augum. 5. október 2014 18:11
Svæfa Gillz og setja á hann skinku og rjóma Strákarnir í Áttunni taka upp á ýmsu. 6. október 2014 14:30