Innlent

Lögregla ósátt við sviðsett innbrot í Kringlunni

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Atvikið átti sér stað á bílastæði Kringlunnar.
Atvikið átti sér stað á bílastæði Kringlunnar. Mynd/Vilhelm
Lögreglu barst tilkynning á fjórða tímanum í dag þar henni var tjáð að tveir menn með lambúshettur væru að brjótast inn í bifreið við Kringluna. Allt tiltækt lið lögreglu í hverfinu var sent á staðinn. Þegar þangað kom var ekki um raunverulegt innbrot að ræða heldur var þar um að ræða tvo drengi með myndbandsupptökuvél. Vildu þeir með atvikinu athuga viðbragðstíma lögreglu og viðbrögð þess almennings sem vitni yrði að slíkum atburði. 

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að atvikið teljist alvarlegt en það varðar við lög að blekkja lögreglu með þessum hætti og valda töfum á öðrum verkefnum hennar. Drengirnir gætu átt von á kæru vegna atviksins þar sem það er gert refsivert í almennum hegningarlögum að gabba lögreglu. Refsing varðar sektum eða fangelsisvist allt að einu ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×