Innlent

Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Goga Ashkenazi og vinir brugðu á leik við gosstöðvarnar á sunnudaginn.
Goga Ashkenazi og vinir brugðu á leik við gosstöðvarnar á sunnudaginn. mynd/skjáskot
Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kasakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. Fólkið sést þar bregða á leik einungis nokkrum metrum frá gosinu, mun nær en leyfilegt er að fara.

Á ljósmynd sem Ashkenazi birti sést að um var að ræða þyrlu frá fyrirtækinu Reykjavík Helicopters. Fátt var um svör þegar fréttastofa leitaði svara hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins. Gátu þeir ekki gefið upplýsingar um það hvers vegna flugmaðurinn virti ekki lokanir við gosstöðvarnar.

Ashkenazi er heimsþekkt og hefur komið að ýmsum sviðum viðskiptalífsins. Auðkýfingurinn erfði mikinn olíuauð og situr meðal annars í stjórn hátískuhússins Vionnet.

Ferðir á vegum fyrirtækisins yfir eldgosið hafa verið vinsælar. Þau eru þó ekki á hvers manns færi, en ferð fyrir einn kostar 230 þúsund krónur.

Reykjavík Helicopters.mynd/tripadvisor
Loading

From the heart of the Earth!!!!!! #wow #momentstoremember #vionneteverywhere #vionnet #vionnetforever #vionnetfamily

View on Instagram

Loading

Humbled...by nature!!! #vionnet #unforgettAble #iceland #eruption #vionnet #vionnetfamily #vionneteverywhere

View on Instagram




Fleiri fréttir

Sjá meira


×