Skildir eftir uppi á miðri heiði Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. september 2014 14:21 „Bíllinn bilaði svona eftir hádegi á laugardegi og við vorum komnir niður af heiðinni um þrjú leitið daginn eftir,“ segir Leifur Dam Leifsson sem lenti í því óláni ásamt félaga sínum að bíllinn þeirra bilaði á ferðalagi upp á miðri heiði. Félagarnir horfðu á eftir hópi jeppafólks sem ekki var tilbúinn að veita hjálparhönd. Dregnir á jeppling að skýlinu Bíllinn bilaði á Auðkúluheiði á laugardag og gistu þeir í neyðarskýli sem heitir Arnarbæli aðfaranótt sunnudags. Daginn eftir kom ástralskur ferðamaður að skýlinu sem stoppaði og ræddi við þá. „Hann snéri við með okkur og dró okkur 15-20 kílómetra til baka,“ segir Leifur en ferðamaðurinn dró þá að Áfangafelli þar sem þeir höfðu séð hóp jeppamanna daginn áður. Þegar þangað var komið þökkuðu þeir Ástralanum fyrir aðstoðina og nálguðust jeppahópinn með það í huga að leita aðstoðar. Lítið var þó fyrir því að fara og endaði það svo að hópurinn ók í burtu. Hundarnir sýndu meiri áhuga Leifur segir þá félagana hafa verið vel búna og ekki óttaslegna þrátt fyrir vandann sem þeir stóðu frammi fyrir. Það hafi þó komið honum í opnu skjöldu að vera skilinn eftir án aðstoðar. „Hundarnir þeirra sýndu okkur miklu meiri áhuga en þau,“ segir Leifur. „Ég var smá hissa og sár.“ Þegar Leifur og vinur hans sátu einir eftir við neyðarskýlið við Áfangafell var fátt annað í stöðunni en að hringja á neyðarlínuna. Lítill tími var til stefnu þar sem lítið rafmagn var eftir á farsímum þeirra félaga. „Minn var orðinn rafmagnslaus og síminn hjá félaga mínum var að verða rafmagnslaus,“ segir hann. Náði í björgunarsveitarmann Áður en þeir hringdu í 112 freistaði Leifur þess að hafa uppi á kunningja sínum sem er björgunarsveitarmaður. Það tókst og kom sá hinn sami strax til bjargar. Með hans aðstoð náðu þeir að koma bílnum í gang og gátu þá haldið heim á leið. Í Staðarskála rákust þeir á hópinn að nýju og segir Leifur þá hafa fengið þá tilfinningu að ekki hafi staðið til að hjálpa þeim með nokkrum hætti. „Þau ætluðu sér aldrei að athuga með okkur,“ segir hann. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
„Bíllinn bilaði svona eftir hádegi á laugardegi og við vorum komnir niður af heiðinni um þrjú leitið daginn eftir,“ segir Leifur Dam Leifsson sem lenti í því óláni ásamt félaga sínum að bíllinn þeirra bilaði á ferðalagi upp á miðri heiði. Félagarnir horfðu á eftir hópi jeppafólks sem ekki var tilbúinn að veita hjálparhönd. Dregnir á jeppling að skýlinu Bíllinn bilaði á Auðkúluheiði á laugardag og gistu þeir í neyðarskýli sem heitir Arnarbæli aðfaranótt sunnudags. Daginn eftir kom ástralskur ferðamaður að skýlinu sem stoppaði og ræddi við þá. „Hann snéri við með okkur og dró okkur 15-20 kílómetra til baka,“ segir Leifur en ferðamaðurinn dró þá að Áfangafelli þar sem þeir höfðu séð hóp jeppamanna daginn áður. Þegar þangað var komið þökkuðu þeir Ástralanum fyrir aðstoðina og nálguðust jeppahópinn með það í huga að leita aðstoðar. Lítið var þó fyrir því að fara og endaði það svo að hópurinn ók í burtu. Hundarnir sýndu meiri áhuga Leifur segir þá félagana hafa verið vel búna og ekki óttaslegna þrátt fyrir vandann sem þeir stóðu frammi fyrir. Það hafi þó komið honum í opnu skjöldu að vera skilinn eftir án aðstoðar. „Hundarnir þeirra sýndu okkur miklu meiri áhuga en þau,“ segir Leifur. „Ég var smá hissa og sár.“ Þegar Leifur og vinur hans sátu einir eftir við neyðarskýlið við Áfangafell var fátt annað í stöðunni en að hringja á neyðarlínuna. Lítill tími var til stefnu þar sem lítið rafmagn var eftir á farsímum þeirra félaga. „Minn var orðinn rafmagnslaus og síminn hjá félaga mínum var að verða rafmagnslaus,“ segir hann. Náði í björgunarsveitarmann Áður en þeir hringdu í 112 freistaði Leifur þess að hafa uppi á kunningja sínum sem er björgunarsveitarmaður. Það tókst og kom sá hinn sami strax til bjargar. Með hans aðstoð náðu þeir að koma bílnum í gang og gátu þá haldið heim á leið. Í Staðarskála rákust þeir á hópinn að nýju og segir Leifur þá hafa fengið þá tilfinningu að ekki hafi staðið til að hjálpa þeim með nokkrum hætti. „Þau ætluðu sér aldrei að athuga með okkur,“ segir hann.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira