Gosið stöðvaði rúturnar, óvissa um næsta sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 22. september 2014 21:15 Rútufyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum í Öskju hefur orðið fyrir verulegu fjárhagstjóni vegna eldgossins. Þá ríkir algjör óvissa um hvort hægt verði að skipuleggja ferðir þangað næsta sumar. Fyrirtækið Mývatn Tours er í Mývatnssveit og rútur þess eru sérstaklega gerðar til þess að komast í Öskju; háar og með drifi á öllum hjólum. Fyrirtæki var stofnað árið 1980 og á sumrin snýst öll starfsemin um Öskjuferðirnar, að því er fram kom í viðtali við Gísla Rafn Jónsson framkvæmdastjóra í fréttum Stöðvar 2.Gísli Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri Mývatn Tours.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Reksturinn stöðvaðist þann 19. ágúst, daginn sem Öskjuleið var lokað að skipan almannavarna. Gísli segir að fyrirtækið hafi þurft að aflýsa sextán ferðum á svæðið. Um 30 manns séu að jafnaði í hverri ferð og því sé þetta stór biti. Hann tekur fram að hann er sammála því að loka svæðinu en veltir því upp hvort fyrirtæki hans eigi eitt að bera tjónið. Í ljósi þess að þetta sé almannavarnalokun spyr hann hvort það sé ósanngjarnt að fá aðstoð við svona kringumstæður: „Þegar maður kemst ekki í vinnuna sína en þarf að borga öðrum laun.”Leiðin í Öskju og Herðubreiðarlindir hefur verið lokuð frá 19. ágúst. Hvenær verður opnað á ný?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En Gísli og samstarfsmenn standa einnig frammi fyrir annarri spurningu; hvernig eigi að skipuleggja næsta sumar. „Við vitum bara ekkert hvernig þetta fer. Hvort við getum bara yfirhöfuð farið þarna uppeftir eða eða ekki. Þannig að það er bara mjög óráðið allt saman og erfitt við þetta að eiga.” Fjallað verður um þessa og fleiri hliðar á eldgosinu í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira
Rútufyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum í Öskju hefur orðið fyrir verulegu fjárhagstjóni vegna eldgossins. Þá ríkir algjör óvissa um hvort hægt verði að skipuleggja ferðir þangað næsta sumar. Fyrirtækið Mývatn Tours er í Mývatnssveit og rútur þess eru sérstaklega gerðar til þess að komast í Öskju; háar og með drifi á öllum hjólum. Fyrirtæki var stofnað árið 1980 og á sumrin snýst öll starfsemin um Öskjuferðirnar, að því er fram kom í viðtali við Gísla Rafn Jónsson framkvæmdastjóra í fréttum Stöðvar 2.Gísli Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri Mývatn Tours.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Reksturinn stöðvaðist þann 19. ágúst, daginn sem Öskjuleið var lokað að skipan almannavarna. Gísli segir að fyrirtækið hafi þurft að aflýsa sextán ferðum á svæðið. Um 30 manns séu að jafnaði í hverri ferð og því sé þetta stór biti. Hann tekur fram að hann er sammála því að loka svæðinu en veltir því upp hvort fyrirtæki hans eigi eitt að bera tjónið. Í ljósi þess að þetta sé almannavarnalokun spyr hann hvort það sé ósanngjarnt að fá aðstoð við svona kringumstæður: „Þegar maður kemst ekki í vinnuna sína en þarf að borga öðrum laun.”Leiðin í Öskju og Herðubreiðarlindir hefur verið lokuð frá 19. ágúst. Hvenær verður opnað á ný?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En Gísli og samstarfsmenn standa einnig frammi fyrir annarri spurningu; hvernig eigi að skipuleggja næsta sumar. „Við vitum bara ekkert hvernig þetta fer. Hvort við getum bara yfirhöfuð farið þarna uppeftir eða eða ekki. Þannig að það er bara mjög óráðið allt saman og erfitt við þetta að eiga.” Fjallað verður um þessa og fleiri hliðar á eldgosinu í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira