Gosið stöðvaði rúturnar, óvissa um næsta sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 22. september 2014 21:15 Rútufyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum í Öskju hefur orðið fyrir verulegu fjárhagstjóni vegna eldgossins. Þá ríkir algjör óvissa um hvort hægt verði að skipuleggja ferðir þangað næsta sumar. Fyrirtækið Mývatn Tours er í Mývatnssveit og rútur þess eru sérstaklega gerðar til þess að komast í Öskju; háar og með drifi á öllum hjólum. Fyrirtæki var stofnað árið 1980 og á sumrin snýst öll starfsemin um Öskjuferðirnar, að því er fram kom í viðtali við Gísla Rafn Jónsson framkvæmdastjóra í fréttum Stöðvar 2.Gísli Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri Mývatn Tours.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Reksturinn stöðvaðist þann 19. ágúst, daginn sem Öskjuleið var lokað að skipan almannavarna. Gísli segir að fyrirtækið hafi þurft að aflýsa sextán ferðum á svæðið. Um 30 manns séu að jafnaði í hverri ferð og því sé þetta stór biti. Hann tekur fram að hann er sammála því að loka svæðinu en veltir því upp hvort fyrirtæki hans eigi eitt að bera tjónið. Í ljósi þess að þetta sé almannavarnalokun spyr hann hvort það sé ósanngjarnt að fá aðstoð við svona kringumstæður: „Þegar maður kemst ekki í vinnuna sína en þarf að borga öðrum laun.”Leiðin í Öskju og Herðubreiðarlindir hefur verið lokuð frá 19. ágúst. Hvenær verður opnað á ný?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En Gísli og samstarfsmenn standa einnig frammi fyrir annarri spurningu; hvernig eigi að skipuleggja næsta sumar. „Við vitum bara ekkert hvernig þetta fer. Hvort við getum bara yfirhöfuð farið þarna uppeftir eða eða ekki. Þannig að það er bara mjög óráðið allt saman og erfitt við þetta að eiga.” Fjallað verður um þessa og fleiri hliðar á eldgosinu í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Rútufyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum í Öskju hefur orðið fyrir verulegu fjárhagstjóni vegna eldgossins. Þá ríkir algjör óvissa um hvort hægt verði að skipuleggja ferðir þangað næsta sumar. Fyrirtækið Mývatn Tours er í Mývatnssveit og rútur þess eru sérstaklega gerðar til þess að komast í Öskju; háar og með drifi á öllum hjólum. Fyrirtæki var stofnað árið 1980 og á sumrin snýst öll starfsemin um Öskjuferðirnar, að því er fram kom í viðtali við Gísla Rafn Jónsson framkvæmdastjóra í fréttum Stöðvar 2.Gísli Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri Mývatn Tours.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Reksturinn stöðvaðist þann 19. ágúst, daginn sem Öskjuleið var lokað að skipan almannavarna. Gísli segir að fyrirtækið hafi þurft að aflýsa sextán ferðum á svæðið. Um 30 manns séu að jafnaði í hverri ferð og því sé þetta stór biti. Hann tekur fram að hann er sammála því að loka svæðinu en veltir því upp hvort fyrirtæki hans eigi eitt að bera tjónið. Í ljósi þess að þetta sé almannavarnalokun spyr hann hvort það sé ósanngjarnt að fá aðstoð við svona kringumstæður: „Þegar maður kemst ekki í vinnuna sína en þarf að borga öðrum laun.”Leiðin í Öskju og Herðubreiðarlindir hefur verið lokuð frá 19. ágúst. Hvenær verður opnað á ný?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En Gísli og samstarfsmenn standa einnig frammi fyrir annarri spurningu; hvernig eigi að skipuleggja næsta sumar. „Við vitum bara ekkert hvernig þetta fer. Hvort við getum bara yfirhöfuð farið þarna uppeftir eða eða ekki. Þannig að það er bara mjög óráðið allt saman og erfitt við þetta að eiga.” Fjallað verður um þessa og fleiri hliðar á eldgosinu í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira