Kannar hug hinna dæmdu til endurupptöku Stígur Helgason skrifar 30. júlí 2013 07:00 Guðmundar- og Geirfinnsmálið er umtalaðasta dómsmál Íslandssögunnar. Hér má sjá Sævar Ciesielski í Sakadómi Reykjavíkur árið 1977. Fréttablaðið/GVA Ríkissaksóknari hefur sent þeim sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu bréf þar sem óskað er eftir afstöðu þeirra til mögulegrar endurupptöku málsins. Aðeins eitt svar hefur borist og þar er ekki tekin afdráttarlaus afstaða til spurningarinnar. Fjórir þeirra sex sem hlutu dóm í málinu eru enn á lífi; Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson og Kristján Viðar Viðarsson. Þau fengu öll sent bréf af þessu tagi 29. maí síðastliðinn. Hinir tveir, Sævar Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson, eru látnir. Í bréfinu eru fjórmenningarnir í fyrsta lagi spurðir hvort þeir hafi í hyggju að leggja sjálfir fram beiðni um endurupptöku málsins. Hins vegar eru þeir spurðir, hyggist ekki gera það, hver afstaða þeirra sé til þess að ríkissaksóknari leggi fram slíka beiðni, yrði það niðurstaðan af skoðun embættisins á gögnum málsins. „Það var komið svar frá einum en veit ekki til þess að það hafi komið meira,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem er nú í sumarleyfi. „Fólk er greinilega eitthvað að hugsa þetta.“ Hún segir þetta eina svar ekki vera afdráttarlaust til eða frá. „Það er svona hvorki né. Viðkomandi er fyrst og fremst að velta fyrir sér gögnum.“Sigríður FriðjónsdóttirRíkissaksóknari hóf athugun á mögulegri endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins í kjölfar þess að starfshópur innanríkisráðherra um málið skilaði skýrslu sinni í mars. Niðurstaða hópsins var að „veigamiklar ástæður“ væru fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju í ljósi þess að hafið væri yfir vafa að framburðir allra sakborninga hefðu verið óáreiðanlegir. Sigríður segir það vera eðlilega stjórnsýslu að óska eftir afstöðu þeirra sem voru dæmdir í málinu áður en lengra verður haldið. „Það breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera, en ég vildi samt vita hver þeirra hugur væri. Ef fólkið hefur engan áhuga á þessu þá ætlar ákæruvaldið ekki að stökkva til og gera eitthvað í óþökk dómfelldu.“ Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur sent þeim sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu bréf þar sem óskað er eftir afstöðu þeirra til mögulegrar endurupptöku málsins. Aðeins eitt svar hefur borist og þar er ekki tekin afdráttarlaus afstaða til spurningarinnar. Fjórir þeirra sex sem hlutu dóm í málinu eru enn á lífi; Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson og Kristján Viðar Viðarsson. Þau fengu öll sent bréf af þessu tagi 29. maí síðastliðinn. Hinir tveir, Sævar Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson, eru látnir. Í bréfinu eru fjórmenningarnir í fyrsta lagi spurðir hvort þeir hafi í hyggju að leggja sjálfir fram beiðni um endurupptöku málsins. Hins vegar eru þeir spurðir, hyggist ekki gera það, hver afstaða þeirra sé til þess að ríkissaksóknari leggi fram slíka beiðni, yrði það niðurstaðan af skoðun embættisins á gögnum málsins. „Það var komið svar frá einum en veit ekki til þess að það hafi komið meira,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem er nú í sumarleyfi. „Fólk er greinilega eitthvað að hugsa þetta.“ Hún segir þetta eina svar ekki vera afdráttarlaust til eða frá. „Það er svona hvorki né. Viðkomandi er fyrst og fremst að velta fyrir sér gögnum.“Sigríður FriðjónsdóttirRíkissaksóknari hóf athugun á mögulegri endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins í kjölfar þess að starfshópur innanríkisráðherra um málið skilaði skýrslu sinni í mars. Niðurstaða hópsins var að „veigamiklar ástæður“ væru fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju í ljósi þess að hafið væri yfir vafa að framburðir allra sakborninga hefðu verið óáreiðanlegir. Sigríður segir það vera eðlilega stjórnsýslu að óska eftir afstöðu þeirra sem voru dæmdir í málinu áður en lengra verður haldið. „Það breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera, en ég vildi samt vita hver þeirra hugur væri. Ef fólkið hefur engan áhuga á þessu þá ætlar ákæruvaldið ekki að stökkva til og gera eitthvað í óþökk dómfelldu.“
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira