Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Hjörtur Hjartarson skrifar 23. september 2014 19:45 Erlendur maður, búsettur á Íslandi, sakar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um alvarlegt ofbeldi. Flytja þurfti manninn með sjúkrabíl á spítala eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Chaplas Menka er fæddur í Líberíu í Afríku en flúði borgarastríðið þar, ungur að árum. Fyrst fór hann til Ghana en fyrir 12 árum komst Menka til Ítalíu þar sem hann sem hann fékk hæli. Menka kom fyrst til Íslands árið 2009 og þar sem hann er án dvalarleyfis hefur hann þurft að fara af landi brott á þriggja mánaða fresti. Síðla kvölds, 10.september síðastliðinn segist Menka hafa verið að týna dósir í miðborg Reykjavíkur þegar lögreglan stöðvar hann og segist þurfa að afhenda honum bréf frá útlendingastofnun þess efnis að hann hafi dvalið í landinu ólöglega í um sjö mánaða skeið og við því yrði að bregðast. Um formsatriði væri að ræða sem tæki ekki nema nokkrar mínútur að afgreiða. Menka samþykkir að fara með lögreglunni á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem eftir skamma dvöl, honum er tilkynnt að hann sé handtekinn. „Maður þarf að fá að vita ástæðu handtöku. Ég fékk aldrei að vita hana. Ég þarf að geta hringt í lögmann minn eða fjölskyldu til að láta vita að ég sé á þessari lögreglustöð. Mér var neitað um þetta. Þeir ýttu mér bara inn. Hann má ekki ýta mér inn og svo barði hann mig með kylfu. Hann kallaði á aðra lögreglumenn til að hjálpa sér við að ýta mér inn fyrir dyragættina. Þeir komu honum til hjálpar. Ég hélt um dyrakarminn svo þeir gátu ekki ýtt mér inn. Lögreglumaðurinn notaði hníf til að skera í fótinn á mér. Hann skar mig hér fjórum sinnum og ég fékk eitt stórt sár,“ segir Chaplas Menka. Hnífinn átti að nota til að losa plastbönd sem höfðu verið hert um ökkla Menka. Ekki vildi betur til en svo að hann hlaut nokkra djúpa skurði á fætinum í leiðinni. Svo mikið blæddi úr sárunum að nauðsynlegt þótti að kalla til sjúkrabíl sem flutti hann á spítala til aðhlynningar. Ummerkin á fötum Menka eftir átökin eru greinileg. Menka hefur ráðið sér lögmann til að leita réttars síns. „Ég er fyrst og fremst undrandi á málinu. Það eru þarna spurningar sem þarf að fá svör við, hvers vegna þessi vistun í fangageymslu var nauðsynleg og náttúrulega fyrst og fremst hvernig það gat orðið að maðurinn þurfti síðan að leita á sjúkrahús eftir einhverja atburði sem þar áttu sér stað,“ segir Hreiðar Eiríksson, lögmaður Menka. Hreiðar segir það brot á mannréttindum ef rétt reynist að Menka hafi ekki fengið að hringja í lögmann sinn þegar hann var handtekinn. „Sérhver maður sem er handtekinn á að fá vitneskju um það hver ástæða handtökunnar er. Það á að kynna honum með afdráttarlausum hætti að hann eigi rétt á að fá skipaðan verjanda til sín á lögreglustöðina. Eins að fá samband við einhvern sér nákominn til að láta vita hvar hann er. Þetta eru algild mannréttindi sem allir eiga að njóta.“ Hreiðar starfaði áður sem lögreglumaður í tvo áratugi. Hann segir það koma sér mjög á óvart að dreginn hafi verið upp hnífur í fangaklefa. Hann segist aldrei hafa kynnst máli í líkingu við það sem hér um ræðir.„Hvernig má það vera að það sé dreginn upp hnífur inni í fangaklefa?“„Nú veit ég ekki nákvæmlega atburðarrásina, ég náttúrulega ennþá að skoða gögnin en það kemur mér á óvart að það séu eggvopn inni í fangaklefanum við þessar aðstæður,“ segir Hreiðar. Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri staðfesti í samtali við fréttastofu í dag, að atburðarrásin sem Menka lýsir sé í meginatriðum rétt. Að svo stöddu liggi hinsvegar ekki fyrir upplýsingar um hvort honum hafi verið neitað um lögfræðiaðstoð eða hvort honum hafi ekki verið gerð grein fyrir því hversvegna verið væri að handtaka hann. Menka hefur nú sótt um dvalarleyfi á Íslandi og ætlar um leið að freista þess að sækja bætur til ríkissins vegna þeirra áverka sem hann hlaut í umsjá lögreglunnar. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Erlendur maður, búsettur á Íslandi, sakar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um alvarlegt ofbeldi. Flytja þurfti manninn með sjúkrabíl á spítala eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Chaplas Menka er fæddur í Líberíu í Afríku en flúði borgarastríðið þar, ungur að árum. Fyrst fór hann til Ghana en fyrir 12 árum komst Menka til Ítalíu þar sem hann sem hann fékk hæli. Menka kom fyrst til Íslands árið 2009 og þar sem hann er án dvalarleyfis hefur hann þurft að fara af landi brott á þriggja mánaða fresti. Síðla kvölds, 10.september síðastliðinn segist Menka hafa verið að týna dósir í miðborg Reykjavíkur þegar lögreglan stöðvar hann og segist þurfa að afhenda honum bréf frá útlendingastofnun þess efnis að hann hafi dvalið í landinu ólöglega í um sjö mánaða skeið og við því yrði að bregðast. Um formsatriði væri að ræða sem tæki ekki nema nokkrar mínútur að afgreiða. Menka samþykkir að fara með lögreglunni á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem eftir skamma dvöl, honum er tilkynnt að hann sé handtekinn. „Maður þarf að fá að vita ástæðu handtöku. Ég fékk aldrei að vita hana. Ég þarf að geta hringt í lögmann minn eða fjölskyldu til að láta vita að ég sé á þessari lögreglustöð. Mér var neitað um þetta. Þeir ýttu mér bara inn. Hann má ekki ýta mér inn og svo barði hann mig með kylfu. Hann kallaði á aðra lögreglumenn til að hjálpa sér við að ýta mér inn fyrir dyragættina. Þeir komu honum til hjálpar. Ég hélt um dyrakarminn svo þeir gátu ekki ýtt mér inn. Lögreglumaðurinn notaði hníf til að skera í fótinn á mér. Hann skar mig hér fjórum sinnum og ég fékk eitt stórt sár,“ segir Chaplas Menka. Hnífinn átti að nota til að losa plastbönd sem höfðu verið hert um ökkla Menka. Ekki vildi betur til en svo að hann hlaut nokkra djúpa skurði á fætinum í leiðinni. Svo mikið blæddi úr sárunum að nauðsynlegt þótti að kalla til sjúkrabíl sem flutti hann á spítala til aðhlynningar. Ummerkin á fötum Menka eftir átökin eru greinileg. Menka hefur ráðið sér lögmann til að leita réttars síns. „Ég er fyrst og fremst undrandi á málinu. Það eru þarna spurningar sem þarf að fá svör við, hvers vegna þessi vistun í fangageymslu var nauðsynleg og náttúrulega fyrst og fremst hvernig það gat orðið að maðurinn þurfti síðan að leita á sjúkrahús eftir einhverja atburði sem þar áttu sér stað,“ segir Hreiðar Eiríksson, lögmaður Menka. Hreiðar segir það brot á mannréttindum ef rétt reynist að Menka hafi ekki fengið að hringja í lögmann sinn þegar hann var handtekinn. „Sérhver maður sem er handtekinn á að fá vitneskju um það hver ástæða handtökunnar er. Það á að kynna honum með afdráttarlausum hætti að hann eigi rétt á að fá skipaðan verjanda til sín á lögreglustöðina. Eins að fá samband við einhvern sér nákominn til að láta vita hvar hann er. Þetta eru algild mannréttindi sem allir eiga að njóta.“ Hreiðar starfaði áður sem lögreglumaður í tvo áratugi. Hann segir það koma sér mjög á óvart að dreginn hafi verið upp hnífur í fangaklefa. Hann segist aldrei hafa kynnst máli í líkingu við það sem hér um ræðir.„Hvernig má það vera að það sé dreginn upp hnífur inni í fangaklefa?“„Nú veit ég ekki nákvæmlega atburðarrásina, ég náttúrulega ennþá að skoða gögnin en það kemur mér á óvart að það séu eggvopn inni í fangaklefanum við þessar aðstæður,“ segir Hreiðar. Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri staðfesti í samtali við fréttastofu í dag, að atburðarrásin sem Menka lýsir sé í meginatriðum rétt. Að svo stöddu liggi hinsvegar ekki fyrir upplýsingar um hvort honum hafi verið neitað um lögfræðiaðstoð eða hvort honum hafi ekki verið gerð grein fyrir því hversvegna verið væri að handtaka hann. Menka hefur nú sótt um dvalarleyfi á Íslandi og ætlar um leið að freista þess að sækja bætur til ríkissins vegna þeirra áverka sem hann hlaut í umsjá lögreglunnar.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira