Hvatti þjóðir heimsins til að styrkja verkefni á sviði jarðhitanýtingar Stefán Árni Pálsson skrifar 23. september 2014 20:30 Forsætisráðherra Íslands hvatti þjóðir heimsins í dag til að styrkja verkefni á sviði jarðhitanýtingar. Hann segir jafnframt að framlög Íslands til málaflokksins verði aukin. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti ræðu sína á leiðtogafundi Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsmál í New York í dag. Þar kom meðal annars fram að stefnt sé að því að Ísland hætti að nota jarðefnaeldsneyti og treysti þess í stað á endurnýjanlega orkugjafa. „Megin áherslan hjá okkur er að benda á þá möguleika sem eru fyrir hendi varðandi nýtingu endurnýjanlegrar orkugjafa og ekki hvað síst jarðvarmans. Þar erum við búin að leggja grunn að bandalagi 50 ríkja varðandi nýtingu jarðvarma og erum nú þegar farin að sjá árangur af þessu í Afríku.“ Þá talaði Sigmundur einnig um áherslur Íslands þegar kemur að landgræðslu , mikilvægi þess að sporna við súrnun sjávar og loks benti hann á aðsteðjandi vandamálum á norðurslóðum sökum hlýnun loftslags. Sigmundur segist hafa fengið góð viðbrögð við ræðu sinni enda hafi Ísland margt og mikið til málanna að leggja þegar kemur að loftlagsbreytingum. „Sérstaklega þessi þekking okkar á sviði endurnýjanlegrar orkugjafa og við vildum miðla þeirri þekkingu. Í því skyni ætlum við við að setja aukið fjármagn, meðan annars í þetta verkefni sem felst í því að gefa löndum í Afríku tækifæri til að byggja upp sína möguleika á nýtingu jarðvarma.“ Sigmundur er bjartsýnn á að leiðtogafundurinn skili tilætluðum árangri, í það minnsta hafi orðræðan verið með þeim hætti í dag. Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Forsætisráðherra Íslands hvatti þjóðir heimsins í dag til að styrkja verkefni á sviði jarðhitanýtingar. Hann segir jafnframt að framlög Íslands til málaflokksins verði aukin. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti ræðu sína á leiðtogafundi Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsmál í New York í dag. Þar kom meðal annars fram að stefnt sé að því að Ísland hætti að nota jarðefnaeldsneyti og treysti þess í stað á endurnýjanlega orkugjafa. „Megin áherslan hjá okkur er að benda á þá möguleika sem eru fyrir hendi varðandi nýtingu endurnýjanlegrar orkugjafa og ekki hvað síst jarðvarmans. Þar erum við búin að leggja grunn að bandalagi 50 ríkja varðandi nýtingu jarðvarma og erum nú þegar farin að sjá árangur af þessu í Afríku.“ Þá talaði Sigmundur einnig um áherslur Íslands þegar kemur að landgræðslu , mikilvægi þess að sporna við súrnun sjávar og loks benti hann á aðsteðjandi vandamálum á norðurslóðum sökum hlýnun loftslags. Sigmundur segist hafa fengið góð viðbrögð við ræðu sinni enda hafi Ísland margt og mikið til málanna að leggja þegar kemur að loftlagsbreytingum. „Sérstaklega þessi þekking okkar á sviði endurnýjanlegrar orkugjafa og við vildum miðla þeirri þekkingu. Í því skyni ætlum við við að setja aukið fjármagn, meðan annars í þetta verkefni sem felst í því að gefa löndum í Afríku tækifæri til að byggja upp sína möguleika á nýtingu jarðvarma.“ Sigmundur er bjartsýnn á að leiðtogafundurinn skili tilætluðum árangri, í það minnsta hafi orðræðan verið með þeim hætti í dag.
Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira