Vilja hefja gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegs goss í Bárðarbungu Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2014 22:58 visir/auðunn Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að nauðsynlegt sé að móta sameiginlega viðbragðsáætlun fyrir Austurland. Í tilkynningunni segir að stjórnvöld verði að tryggja fjármagn til rannsókna og vöktunar á meðan eldsumbrotin norðan Vatnajökuls standa yfir. Þetta er meðal þess sem aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi ályktaði en fundurinn fór fram á Vopnafirði um síðustu helgi. Fjallað var um eldsumbrotin norðan Vatnajökuls á fundinum en eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson flutti erindi um hugsanlegar afleiðingar goss í Bárðarbungu. Fram kom í hans máli að áhrif á landshlutann gætu orðið gríðarleg. Má t.d. nefna mögulegan vatnsskort í mörgum byggðakjörnum á Austurlandi þar sem íbúar reiða sig á opið vatnsból, mögulega röskun á rafmagnsveitu og fjarskiptasambandi, umtalsverða flóðahættu, að ekki sé minnst á öskufall. Fundarmenn á aðalfundi SSA lögðu mikla áherslu á að þegar í stað yrði hafist handa við gerð viðbragðsáætlunar ef til eldgoss í Bárðarbungu kæmi. Í ályktuninni segir að það sé brýnt öryggismál og varði almannaheill á Austurlandi að slík viðbragðsáætlun liggi fyrir. Þá verði stjórnvöld að tryggja fjármagn til rannsókna og vöktunar á meðan þetta ástand varir. Fundurinn beindi því jafnframt til stjórnar SSA að unnin verði sameiginleg viðbragðsáætlun fyrir Austurland allt og er sú vinna þegar hafin að sögn Sigrúnar Blöndal, nýkjörins formanns SSA. Bárðarbunga Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að nauðsynlegt sé að móta sameiginlega viðbragðsáætlun fyrir Austurland. Í tilkynningunni segir að stjórnvöld verði að tryggja fjármagn til rannsókna og vöktunar á meðan eldsumbrotin norðan Vatnajökuls standa yfir. Þetta er meðal þess sem aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi ályktaði en fundurinn fór fram á Vopnafirði um síðustu helgi. Fjallað var um eldsumbrotin norðan Vatnajökuls á fundinum en eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson flutti erindi um hugsanlegar afleiðingar goss í Bárðarbungu. Fram kom í hans máli að áhrif á landshlutann gætu orðið gríðarleg. Má t.d. nefna mögulegan vatnsskort í mörgum byggðakjörnum á Austurlandi þar sem íbúar reiða sig á opið vatnsból, mögulega röskun á rafmagnsveitu og fjarskiptasambandi, umtalsverða flóðahættu, að ekki sé minnst á öskufall. Fundarmenn á aðalfundi SSA lögðu mikla áherslu á að þegar í stað yrði hafist handa við gerð viðbragðsáætlunar ef til eldgoss í Bárðarbungu kæmi. Í ályktuninni segir að það sé brýnt öryggismál og varði almannaheill á Austurlandi að slík viðbragðsáætlun liggi fyrir. Þá verði stjórnvöld að tryggja fjármagn til rannsókna og vöktunar á meðan þetta ástand varir. Fundurinn beindi því jafnframt til stjórnar SSA að unnin verði sameiginleg viðbragðsáætlun fyrir Austurland allt og er sú vinna þegar hafin að sögn Sigrúnar Blöndal, nýkjörins formanns SSA.
Bárðarbunga Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira