Innlent

Sló mann með hafnaboltakylfu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Brotin áttu sér stað á Ísafirði.
Brotin áttu sér stað á Ísafirði. Vísir/Pjetur
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, fíkniefnalagabrot, tollalagabrot og vopnalagabrot.

Maðurinn sló annan mann í bakið með hafnaboltakylfu í miðbæ Ísafjarðar aðfaranótt sunnudagsins 3. febrúar 2013. Hlaut hann mar og eymsli á baki við höggið.

Maðurinn var einnig dæmdur fyrir vörslu kannabisefna og stera auk þess sem hann átti haglaskot, blýskot, plastskot og loftskammbyssu. Lögreglan fann fíkniefnin og vopnin við húsleit og lagði hald á þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×