Stjórnmálamenn nota fíkniefnalöggjöf til að bæta stöðu sína Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2014 21:45 Stefnan í fíkniefnamálum hefur verið til mikillar umræðu á Íslandi undanfarin ár og misseri. Heilbrigðisráðherra hefur jafnvel boðað breytingar þar á. Snarrótin hefur boðið til landsins fjölda fyrirlesara á undanförnum árum. David Nutt hefur rannsakað fíkniefnastefnu Bretlands í mörg ár og var formaður umdeildrar ráðgjafanefndar á vegum ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. Heimir Már Pétursson ræddi við hann í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. „Ég var í tíu ár í þessari ráðgjafanefnd og reyndi að skilja fíkniefni og reyndi að semja bestu lögin til að draga úr fíkniefnaskaðanum en líka að leyfa notkun þeirra í læknismeðferð.“ David segist sífellt hafa lent í vandræðum með stjórnmálamenn. „Því það varð æ ljósara að stjórnmálamenn líta á lög sem fíkniefni sem leið til að bæta pólitíska stöðu sína í stað þess að líta á þau sem eitthvað sem snýst um réttlæti, sanngirni og einnig framfarir í læknavísindum.“ „Á þessum tíma varð málið mjög pólitískt, sérstaklega þegar Blair vék til hliðar og Gordon Brown tók við. Því hann hafði mjög einfalda afstöðu til fíkniefna. Hann studdi viskíframleiðslu í Skotlandi en skildi ekki að önnur fíkniefni gætu verið öruggari en áfengi. Hann tók upp mjög harða stefnu gegn fíkniefnum því hann hélt að þannig næði hann endurkjöri. Sem gerðist ekki.“Talandi um það, stundum talar einn af forystumönnum Snarrótarinnar hér, um pólitíska misnotkun á fíkniefnum. Er það tilfellið allsstaðar? Eru stjórnmálamenn hræddir við að taka upp vísindalega nálgun í þessum málum? „Fíkniefni eru eitt af fáum málum þar sem stjórnmálamenn halda að þeir geti hunsað sannanir og bara notað hefðbundið orðagjálfur, söguleg viðhorf, og fengið pólitískan ávinning af því. Við höfum séð það út um allan heim á síðustu 50 árum. Fíkniefnin hafa orðið að pólitískum fótbolta. En það er rétt að byrja að breytast núna.“ David segir mesta breytinguna vera í Suður-Ameríku þar sem ríkisstjórnir hafi sagt að nú sé nóg komið. Að stríðið gegn kókaíni sé að eyðileggja ríki þeirra. Hann sagði breytingu einnig eiga sér stað í Bandaríkjunum þar sem helmingur ríkja hafi nú lögleitt maríjúana í lækningaskyni. Á þeim árum sem David var í ráðgjafarnefndinni athugaði nefndin 16 mismunandi hætti sem fíkniefni gætu skaðað mann. „Og ég verð að segja að það kom mér á nokkuð á óvart að áfengi reyndist vera skaðlegasta fíkniefnið í Bretlandi. Það er af því að áfengi er svo skaðlegt fyrir samfélagið.“ Viðtalið við David má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Sjá meira
Stefnan í fíkniefnamálum hefur verið til mikillar umræðu á Íslandi undanfarin ár og misseri. Heilbrigðisráðherra hefur jafnvel boðað breytingar þar á. Snarrótin hefur boðið til landsins fjölda fyrirlesara á undanförnum árum. David Nutt hefur rannsakað fíkniefnastefnu Bretlands í mörg ár og var formaður umdeildrar ráðgjafanefndar á vegum ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. Heimir Már Pétursson ræddi við hann í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. „Ég var í tíu ár í þessari ráðgjafanefnd og reyndi að skilja fíkniefni og reyndi að semja bestu lögin til að draga úr fíkniefnaskaðanum en líka að leyfa notkun þeirra í læknismeðferð.“ David segist sífellt hafa lent í vandræðum með stjórnmálamenn. „Því það varð æ ljósara að stjórnmálamenn líta á lög sem fíkniefni sem leið til að bæta pólitíska stöðu sína í stað þess að líta á þau sem eitthvað sem snýst um réttlæti, sanngirni og einnig framfarir í læknavísindum.“ „Á þessum tíma varð málið mjög pólitískt, sérstaklega þegar Blair vék til hliðar og Gordon Brown tók við. Því hann hafði mjög einfalda afstöðu til fíkniefna. Hann studdi viskíframleiðslu í Skotlandi en skildi ekki að önnur fíkniefni gætu verið öruggari en áfengi. Hann tók upp mjög harða stefnu gegn fíkniefnum því hann hélt að þannig næði hann endurkjöri. Sem gerðist ekki.“Talandi um það, stundum talar einn af forystumönnum Snarrótarinnar hér, um pólitíska misnotkun á fíkniefnum. Er það tilfellið allsstaðar? Eru stjórnmálamenn hræddir við að taka upp vísindalega nálgun í þessum málum? „Fíkniefni eru eitt af fáum málum þar sem stjórnmálamenn halda að þeir geti hunsað sannanir og bara notað hefðbundið orðagjálfur, söguleg viðhorf, og fengið pólitískan ávinning af því. Við höfum séð það út um allan heim á síðustu 50 árum. Fíkniefnin hafa orðið að pólitískum fótbolta. En það er rétt að byrja að breytast núna.“ David segir mesta breytinguna vera í Suður-Ameríku þar sem ríkisstjórnir hafi sagt að nú sé nóg komið. Að stríðið gegn kókaíni sé að eyðileggja ríki þeirra. Hann sagði breytingu einnig eiga sér stað í Bandaríkjunum þar sem helmingur ríkja hafi nú lögleitt maríjúana í lækningaskyni. Á þeim árum sem David var í ráðgjafarnefndinni athugaði nefndin 16 mismunandi hætti sem fíkniefni gætu skaðað mann. „Og ég verð að segja að það kom mér á nokkuð á óvart að áfengi reyndist vera skaðlegasta fíkniefnið í Bretlandi. Það er af því að áfengi er svo skaðlegt fyrir samfélagið.“ Viðtalið við David má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Sjá meira