Stjórnmálamenn nota fíkniefnalöggjöf til að bæta stöðu sína Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2014 21:45 Stefnan í fíkniefnamálum hefur verið til mikillar umræðu á Íslandi undanfarin ár og misseri. Heilbrigðisráðherra hefur jafnvel boðað breytingar þar á. Snarrótin hefur boðið til landsins fjölda fyrirlesara á undanförnum árum. David Nutt hefur rannsakað fíkniefnastefnu Bretlands í mörg ár og var formaður umdeildrar ráðgjafanefndar á vegum ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. Heimir Már Pétursson ræddi við hann í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. „Ég var í tíu ár í þessari ráðgjafanefnd og reyndi að skilja fíkniefni og reyndi að semja bestu lögin til að draga úr fíkniefnaskaðanum en líka að leyfa notkun þeirra í læknismeðferð.“ David segist sífellt hafa lent í vandræðum með stjórnmálamenn. „Því það varð æ ljósara að stjórnmálamenn líta á lög sem fíkniefni sem leið til að bæta pólitíska stöðu sína í stað þess að líta á þau sem eitthvað sem snýst um réttlæti, sanngirni og einnig framfarir í læknavísindum.“ „Á þessum tíma varð málið mjög pólitískt, sérstaklega þegar Blair vék til hliðar og Gordon Brown tók við. Því hann hafði mjög einfalda afstöðu til fíkniefna. Hann studdi viskíframleiðslu í Skotlandi en skildi ekki að önnur fíkniefni gætu verið öruggari en áfengi. Hann tók upp mjög harða stefnu gegn fíkniefnum því hann hélt að þannig næði hann endurkjöri. Sem gerðist ekki.“Talandi um það, stundum talar einn af forystumönnum Snarrótarinnar hér, um pólitíska misnotkun á fíkniefnum. Er það tilfellið allsstaðar? Eru stjórnmálamenn hræddir við að taka upp vísindalega nálgun í þessum málum? „Fíkniefni eru eitt af fáum málum þar sem stjórnmálamenn halda að þeir geti hunsað sannanir og bara notað hefðbundið orðagjálfur, söguleg viðhorf, og fengið pólitískan ávinning af því. Við höfum séð það út um allan heim á síðustu 50 árum. Fíkniefnin hafa orðið að pólitískum fótbolta. En það er rétt að byrja að breytast núna.“ David segir mesta breytinguna vera í Suður-Ameríku þar sem ríkisstjórnir hafi sagt að nú sé nóg komið. Að stríðið gegn kókaíni sé að eyðileggja ríki þeirra. Hann sagði breytingu einnig eiga sér stað í Bandaríkjunum þar sem helmingur ríkja hafi nú lögleitt maríjúana í lækningaskyni. Á þeim árum sem David var í ráðgjafarnefndinni athugaði nefndin 16 mismunandi hætti sem fíkniefni gætu skaðað mann. „Og ég verð að segja að það kom mér á nokkuð á óvart að áfengi reyndist vera skaðlegasta fíkniefnið í Bretlandi. Það er af því að áfengi er svo skaðlegt fyrir samfélagið.“ Viðtalið við David má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Stefnan í fíkniefnamálum hefur verið til mikillar umræðu á Íslandi undanfarin ár og misseri. Heilbrigðisráðherra hefur jafnvel boðað breytingar þar á. Snarrótin hefur boðið til landsins fjölda fyrirlesara á undanförnum árum. David Nutt hefur rannsakað fíkniefnastefnu Bretlands í mörg ár og var formaður umdeildrar ráðgjafanefndar á vegum ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. Heimir Már Pétursson ræddi við hann í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. „Ég var í tíu ár í þessari ráðgjafanefnd og reyndi að skilja fíkniefni og reyndi að semja bestu lögin til að draga úr fíkniefnaskaðanum en líka að leyfa notkun þeirra í læknismeðferð.“ David segist sífellt hafa lent í vandræðum með stjórnmálamenn. „Því það varð æ ljósara að stjórnmálamenn líta á lög sem fíkniefni sem leið til að bæta pólitíska stöðu sína í stað þess að líta á þau sem eitthvað sem snýst um réttlæti, sanngirni og einnig framfarir í læknavísindum.“ „Á þessum tíma varð málið mjög pólitískt, sérstaklega þegar Blair vék til hliðar og Gordon Brown tók við. Því hann hafði mjög einfalda afstöðu til fíkniefna. Hann studdi viskíframleiðslu í Skotlandi en skildi ekki að önnur fíkniefni gætu verið öruggari en áfengi. Hann tók upp mjög harða stefnu gegn fíkniefnum því hann hélt að þannig næði hann endurkjöri. Sem gerðist ekki.“Talandi um það, stundum talar einn af forystumönnum Snarrótarinnar hér, um pólitíska misnotkun á fíkniefnum. Er það tilfellið allsstaðar? Eru stjórnmálamenn hræddir við að taka upp vísindalega nálgun í þessum málum? „Fíkniefni eru eitt af fáum málum þar sem stjórnmálamenn halda að þeir geti hunsað sannanir og bara notað hefðbundið orðagjálfur, söguleg viðhorf, og fengið pólitískan ávinning af því. Við höfum séð það út um allan heim á síðustu 50 árum. Fíkniefnin hafa orðið að pólitískum fótbolta. En það er rétt að byrja að breytast núna.“ David segir mesta breytinguna vera í Suður-Ameríku þar sem ríkisstjórnir hafi sagt að nú sé nóg komið. Að stríðið gegn kókaíni sé að eyðileggja ríki þeirra. Hann sagði breytingu einnig eiga sér stað í Bandaríkjunum þar sem helmingur ríkja hafi nú lögleitt maríjúana í lækningaskyni. Á þeim árum sem David var í ráðgjafarnefndinni athugaði nefndin 16 mismunandi hætti sem fíkniefni gætu skaðað mann. „Og ég verð að segja að það kom mér á nokkuð á óvart að áfengi reyndist vera skaðlegasta fíkniefnið í Bretlandi. Það er af því að áfengi er svo skaðlegt fyrir samfélagið.“ Viðtalið við David má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira