Stjórnmálamenn nota fíkniefnalöggjöf til að bæta stöðu sína Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2014 21:45 Stefnan í fíkniefnamálum hefur verið til mikillar umræðu á Íslandi undanfarin ár og misseri. Heilbrigðisráðherra hefur jafnvel boðað breytingar þar á. Snarrótin hefur boðið til landsins fjölda fyrirlesara á undanförnum árum. David Nutt hefur rannsakað fíkniefnastefnu Bretlands í mörg ár og var formaður umdeildrar ráðgjafanefndar á vegum ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. Heimir Már Pétursson ræddi við hann í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. „Ég var í tíu ár í þessari ráðgjafanefnd og reyndi að skilja fíkniefni og reyndi að semja bestu lögin til að draga úr fíkniefnaskaðanum en líka að leyfa notkun þeirra í læknismeðferð.“ David segist sífellt hafa lent í vandræðum með stjórnmálamenn. „Því það varð æ ljósara að stjórnmálamenn líta á lög sem fíkniefni sem leið til að bæta pólitíska stöðu sína í stað þess að líta á þau sem eitthvað sem snýst um réttlæti, sanngirni og einnig framfarir í læknavísindum.“ „Á þessum tíma varð málið mjög pólitískt, sérstaklega þegar Blair vék til hliðar og Gordon Brown tók við. Því hann hafði mjög einfalda afstöðu til fíkniefna. Hann studdi viskíframleiðslu í Skotlandi en skildi ekki að önnur fíkniefni gætu verið öruggari en áfengi. Hann tók upp mjög harða stefnu gegn fíkniefnum því hann hélt að þannig næði hann endurkjöri. Sem gerðist ekki.“Talandi um það, stundum talar einn af forystumönnum Snarrótarinnar hér, um pólitíska misnotkun á fíkniefnum. Er það tilfellið allsstaðar? Eru stjórnmálamenn hræddir við að taka upp vísindalega nálgun í þessum málum? „Fíkniefni eru eitt af fáum málum þar sem stjórnmálamenn halda að þeir geti hunsað sannanir og bara notað hefðbundið orðagjálfur, söguleg viðhorf, og fengið pólitískan ávinning af því. Við höfum séð það út um allan heim á síðustu 50 árum. Fíkniefnin hafa orðið að pólitískum fótbolta. En það er rétt að byrja að breytast núna.“ David segir mesta breytinguna vera í Suður-Ameríku þar sem ríkisstjórnir hafi sagt að nú sé nóg komið. Að stríðið gegn kókaíni sé að eyðileggja ríki þeirra. Hann sagði breytingu einnig eiga sér stað í Bandaríkjunum þar sem helmingur ríkja hafi nú lögleitt maríjúana í lækningaskyni. Á þeim árum sem David var í ráðgjafarnefndinni athugaði nefndin 16 mismunandi hætti sem fíkniefni gætu skaðað mann. „Og ég verð að segja að það kom mér á nokkuð á óvart að áfengi reyndist vera skaðlegasta fíkniefnið í Bretlandi. Það er af því að áfengi er svo skaðlegt fyrir samfélagið.“ Viðtalið við David má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Stefnan í fíkniefnamálum hefur verið til mikillar umræðu á Íslandi undanfarin ár og misseri. Heilbrigðisráðherra hefur jafnvel boðað breytingar þar á. Snarrótin hefur boðið til landsins fjölda fyrirlesara á undanförnum árum. David Nutt hefur rannsakað fíkniefnastefnu Bretlands í mörg ár og var formaður umdeildrar ráðgjafanefndar á vegum ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. Heimir Már Pétursson ræddi við hann í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. „Ég var í tíu ár í þessari ráðgjafanefnd og reyndi að skilja fíkniefni og reyndi að semja bestu lögin til að draga úr fíkniefnaskaðanum en líka að leyfa notkun þeirra í læknismeðferð.“ David segist sífellt hafa lent í vandræðum með stjórnmálamenn. „Því það varð æ ljósara að stjórnmálamenn líta á lög sem fíkniefni sem leið til að bæta pólitíska stöðu sína í stað þess að líta á þau sem eitthvað sem snýst um réttlæti, sanngirni og einnig framfarir í læknavísindum.“ „Á þessum tíma varð málið mjög pólitískt, sérstaklega þegar Blair vék til hliðar og Gordon Brown tók við. Því hann hafði mjög einfalda afstöðu til fíkniefna. Hann studdi viskíframleiðslu í Skotlandi en skildi ekki að önnur fíkniefni gætu verið öruggari en áfengi. Hann tók upp mjög harða stefnu gegn fíkniefnum því hann hélt að þannig næði hann endurkjöri. Sem gerðist ekki.“Talandi um það, stundum talar einn af forystumönnum Snarrótarinnar hér, um pólitíska misnotkun á fíkniefnum. Er það tilfellið allsstaðar? Eru stjórnmálamenn hræddir við að taka upp vísindalega nálgun í þessum málum? „Fíkniefni eru eitt af fáum málum þar sem stjórnmálamenn halda að þeir geti hunsað sannanir og bara notað hefðbundið orðagjálfur, söguleg viðhorf, og fengið pólitískan ávinning af því. Við höfum séð það út um allan heim á síðustu 50 árum. Fíkniefnin hafa orðið að pólitískum fótbolta. En það er rétt að byrja að breytast núna.“ David segir mesta breytinguna vera í Suður-Ameríku þar sem ríkisstjórnir hafi sagt að nú sé nóg komið. Að stríðið gegn kókaíni sé að eyðileggja ríki þeirra. Hann sagði breytingu einnig eiga sér stað í Bandaríkjunum þar sem helmingur ríkja hafi nú lögleitt maríjúana í lækningaskyni. Á þeim árum sem David var í ráðgjafarnefndinni athugaði nefndin 16 mismunandi hætti sem fíkniefni gætu skaðað mann. „Og ég verð að segja að það kom mér á nokkuð á óvart að áfengi reyndist vera skaðlegasta fíkniefnið í Bretlandi. Það er af því að áfengi er svo skaðlegt fyrir samfélagið.“ Viðtalið við David má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira