Mikið vatnstjón árlega Linda Blöndal skrifar 1. september 2014 19:00 Heimilin greiddu í fyrra um 300 milljónir í eigin áhættu vegna vatnstjóns og í að minnsta kosti 1500 tilvikum reyndis tjónið ekki bótaskylt. Kostnaður vegna vatnstjóns í fyrra er á þriðja milljarð og mest á heimililum. Mikill kostnaður lendir því á heimilum og einnigi tryggingafélögum.Engar bæturFólk fær vatnstjón bætt falli það undir asahláku eða skýfall, eins og í gær. Flestir hafa tryggingar með eigin ábyrgð upp á rúmlega 80 þúsund krónur og svo nokkuð fyrir innbú. Bætur verða hins vegar engar ef til dæmis niðurföll hafa verið stífluð, þak heldur ekki vatni, vatnið lekur frá svölum eða úr rennum eða gluggar svo óþéttir að vatnið fer inn.Þarf meira en milljarð í viðgerðirVísast brá fólki nokkuð þegar myndir sáust af vatnsleka á Landsspítalanum. Starfsfólkið segir hann alvanalegan þegar það rignir mikið, nokkuð viðhald var unnið í sumar, spítalinn setti 300 milljónir í utanhússviðgerðir í ár en það hefði þurft að vera helmingi meira og jafn mikið á næsta ári, segir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsspítalans. Ekkert er vitað um hvað fæst til að halda áfram viðgerðum en spítalinn lét gera útttekt á öllum fasteignum sínum í fyrra og hefur gert framkvæmdaráætlun um viðgerðir en fé til þess er þó ekki í hendi.Hægt að koma í veg fyrir tjónBjörn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar segir fólk ekki nógu meðvitað um skaðvaldinn sem vatnsleki getur verið og getur til dæmis valdið raka og sveppaskemmdum sem fer illa með heilsu manna. Hann segir átak hafa farið af stað fyrir einu og hálfu ári því hægt er að koma í veg fyrir mjög mörg tilvelli af skemmdum af völdum vatns. Átak gegn vatnstjóniEllefu fyrirtæki, stofnanir og samtök mynda nýlegan samstarfshóp um varnir gegn vatnstjóni. Þetta er Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Félag pípulagningameistara, IÐAN fræðslusetur, Múrarameistarafélag Reykjavíkur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök um loftgæði, tryggingafélögin Sóvá-Almennar, TM, Vís og Vörður og Mannvirkjastofnun. Unnið hefur verið að því að kynna leiðir til að verjast vatnstjóni. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Heimilin greiddu í fyrra um 300 milljónir í eigin áhættu vegna vatnstjóns og í að minnsta kosti 1500 tilvikum reyndis tjónið ekki bótaskylt. Kostnaður vegna vatnstjóns í fyrra er á þriðja milljarð og mest á heimililum. Mikill kostnaður lendir því á heimilum og einnigi tryggingafélögum.Engar bæturFólk fær vatnstjón bætt falli það undir asahláku eða skýfall, eins og í gær. Flestir hafa tryggingar með eigin ábyrgð upp á rúmlega 80 þúsund krónur og svo nokkuð fyrir innbú. Bætur verða hins vegar engar ef til dæmis niðurföll hafa verið stífluð, þak heldur ekki vatni, vatnið lekur frá svölum eða úr rennum eða gluggar svo óþéttir að vatnið fer inn.Þarf meira en milljarð í viðgerðirVísast brá fólki nokkuð þegar myndir sáust af vatnsleka á Landsspítalanum. Starfsfólkið segir hann alvanalegan þegar það rignir mikið, nokkuð viðhald var unnið í sumar, spítalinn setti 300 milljónir í utanhússviðgerðir í ár en það hefði þurft að vera helmingi meira og jafn mikið á næsta ári, segir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsspítalans. Ekkert er vitað um hvað fæst til að halda áfram viðgerðum en spítalinn lét gera útttekt á öllum fasteignum sínum í fyrra og hefur gert framkvæmdaráætlun um viðgerðir en fé til þess er þó ekki í hendi.Hægt að koma í veg fyrir tjónBjörn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar segir fólk ekki nógu meðvitað um skaðvaldinn sem vatnsleki getur verið og getur til dæmis valdið raka og sveppaskemmdum sem fer illa með heilsu manna. Hann segir átak hafa farið af stað fyrir einu og hálfu ári því hægt er að koma í veg fyrir mjög mörg tilvelli af skemmdum af völdum vatns. Átak gegn vatnstjóniEllefu fyrirtæki, stofnanir og samtök mynda nýlegan samstarfshóp um varnir gegn vatnstjóni. Þetta er Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Félag pípulagningameistara, IÐAN fræðslusetur, Múrarameistarafélag Reykjavíkur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök um loftgæði, tryggingafélögin Sóvá-Almennar, TM, Vís og Vörður og Mannvirkjastofnun. Unnið hefur verið að því að kynna leiðir til að verjast vatnstjóni.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira