Álíka en kraftmeira en gosið 1984 Kristján Már Unnarsson skrifar 1. september 2014 19:41 Eldgosið í Holuhrauni stendur enn yfir, en vísindamenn geta í fyrramálið lagt mat á það hvort þrýstingurinn í bergganginum hafi minnkað eða einfaldlega færst annað. Vísindamenn hafa nú áhyggjur af gasmagni á svæðinu. Eftir óveðurslægðina sem gekk yfir landið í gær varð loks aftur fært að Holuhrauni í morgun, þar var þó enn mjög hvasst og birgði sandstormur okkur sýn að gosstöðvunum, en skyndilega vorum við komnir að hraunkanti sem vall áfram með braki og breskum. Þarna blasti við glóandi kvika og yfir þúsund stiga heit eldá, og varla hægt að koma nærri hrauninu vegna hita.Glóandi kvikan blasir við í Holuhrauni.Vísir/EgillVið höfðum verið að skima eftir Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi og hans liði frá Jarðvísindastofnun Háskólans og þarna fundum við vísindamannahópinn sem ók meðfram hraunjaðrinum til að fylgjast með breytingum hans og til að meta umfang hraunsins og kvikunnar. Brátt sáum við til eldgíganna og eftir því sem við ókum lengur varð okkur betur ljóst að verulegt magn af gosefnum hefur komið upp á þessum rúma sólarhring sem liðinn er frá því sprungan opnaðist á ný. Við tókum Ármann tali.Hvernig sýnist þér gosið vera?„Það er bara svipað og í gær. Það kemur hér dágott magn af hrauni," sagði Ármann. Afar tignarlegt var að horfa á logandi sprunguna, jarðeldinn og gosstrókana þeytast til himins og koma niður sem glóandi hraunslettur. Þeir sem fylgdust með Kröflueldum fyrir 30 árum sjá að þetta er keimlíkt. Þetta er á langri sprungu og gosið ekkert sérstaklega atkvæðamikið. „Þetta er álíka og gosið 1984, en þó ívið kraftmeira því sprungan er búin að vera alglóandi í rúmlega sólarhring núna,” segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Vísir/EgillEn hvað eru gosstrókarnir háir? „Þessir sem fara hæst fara einhverja 60 til 70 metra upp í loftið en meirihlutinn nær um 20 til 30 metra upp,” segir Ármann og bætir við að ómögulegt sé á þessari stundu að spá fyrir um framhaldið. „Gosið er búið að standa yfir í sólarhring og getur haldið áfram í viku eða mánuð í viðbót þessvegna. Til að meta framhaldið þarf að fara að skoða GPS-mælingar til að athuga hvort þrýstingur hér undir sé að lækka. Ef það eru engin merki þess að þrýstingur sé að lækka getur þetta bara haldið áfram.” Jarðvísindamenn voru þarna með tæki og tól og fóru reglulega að hraunjaðrinum til að taka sýni. „Kvikan er afar frumstæð. Bárðarbunga er að skila afar frumstæðu efni hér út í sprungusveiminn. Það her frekar lítið af kristöllum í henni, hún er mjög heit og þunnfljótandi. Ef hraunið virðist mjög úfið þá er það vegna þess að það rennur svo hratt þegar það fer af stað,” segir Ármann. Þarna er hins vegar ekki hættulaust að vera vegna eitraðra lofttegunda, magn brennisteinsvetnis frá hrauninu hefur aukist verulega frá því í gær. „Maður finnur brennisteinsbragð í munninum og ef við dveljum hér öllu lengur breytist þetta í brennisteinssýru í lungunum á þér,” sagði Ármann og hélt sína leið. Bárðarbunga Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Eldgosið í Holuhrauni stendur enn yfir, en vísindamenn geta í fyrramálið lagt mat á það hvort þrýstingurinn í bergganginum hafi minnkað eða einfaldlega færst annað. Vísindamenn hafa nú áhyggjur af gasmagni á svæðinu. Eftir óveðurslægðina sem gekk yfir landið í gær varð loks aftur fært að Holuhrauni í morgun, þar var þó enn mjög hvasst og birgði sandstormur okkur sýn að gosstöðvunum, en skyndilega vorum við komnir að hraunkanti sem vall áfram með braki og breskum. Þarna blasti við glóandi kvika og yfir þúsund stiga heit eldá, og varla hægt að koma nærri hrauninu vegna hita.Glóandi kvikan blasir við í Holuhrauni.Vísir/EgillVið höfðum verið að skima eftir Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi og hans liði frá Jarðvísindastofnun Háskólans og þarna fundum við vísindamannahópinn sem ók meðfram hraunjaðrinum til að fylgjast með breytingum hans og til að meta umfang hraunsins og kvikunnar. Brátt sáum við til eldgíganna og eftir því sem við ókum lengur varð okkur betur ljóst að verulegt magn af gosefnum hefur komið upp á þessum rúma sólarhring sem liðinn er frá því sprungan opnaðist á ný. Við tókum Ármann tali.Hvernig sýnist þér gosið vera?„Það er bara svipað og í gær. Það kemur hér dágott magn af hrauni," sagði Ármann. Afar tignarlegt var að horfa á logandi sprunguna, jarðeldinn og gosstrókana þeytast til himins og koma niður sem glóandi hraunslettur. Þeir sem fylgdust með Kröflueldum fyrir 30 árum sjá að þetta er keimlíkt. Þetta er á langri sprungu og gosið ekkert sérstaklega atkvæðamikið. „Þetta er álíka og gosið 1984, en þó ívið kraftmeira því sprungan er búin að vera alglóandi í rúmlega sólarhring núna,” segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Vísir/EgillEn hvað eru gosstrókarnir háir? „Þessir sem fara hæst fara einhverja 60 til 70 metra upp í loftið en meirihlutinn nær um 20 til 30 metra upp,” segir Ármann og bætir við að ómögulegt sé á þessari stundu að spá fyrir um framhaldið. „Gosið er búið að standa yfir í sólarhring og getur haldið áfram í viku eða mánuð í viðbót þessvegna. Til að meta framhaldið þarf að fara að skoða GPS-mælingar til að athuga hvort þrýstingur hér undir sé að lækka. Ef það eru engin merki þess að þrýstingur sé að lækka getur þetta bara haldið áfram.” Jarðvísindamenn voru þarna með tæki og tól og fóru reglulega að hraunjaðrinum til að taka sýni. „Kvikan er afar frumstæð. Bárðarbunga er að skila afar frumstæðu efni hér út í sprungusveiminn. Það her frekar lítið af kristöllum í henni, hún er mjög heit og þunnfljótandi. Ef hraunið virðist mjög úfið þá er það vegna þess að það rennur svo hratt þegar það fer af stað,” segir Ármann. Þarna er hins vegar ekki hættulaust að vera vegna eitraðra lofttegunda, magn brennisteinsvetnis frá hrauninu hefur aukist verulega frá því í gær. „Maður finnur brennisteinsbragð í munninum og ef við dveljum hér öllu lengur breytist þetta í brennisteinssýru í lungunum á þér,” sagði Ármann og hélt sína leið.
Bárðarbunga Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent