Innlent

Frönsk kona týndist í Hveradölum

Frá Kerlingarfjöllum.
Frá Kerlingarfjöllum. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út til leitar að franskri ferðakonu sem villtist í Hveradölum, nálægt Kerlingarfjöllum í gærkvöldi. Svæðisstjórn Landsbjargar var ræst út og starfsfólki í Kerlingarfjöllum gert viðvart.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi er þetta í þriðja sinn á nokkrum vikum sem ferðalangar villast á svæðinu en hingað til hefur starfsfólkið í Kerlingafjöllum leyst málið áður en kalla hefur þurft út leitarsveitir.

Þyrlan var á leið á staðinn þegar konan kom í leitirnar heil á húfi um klukkan tíu mínútur í tvö í nótt og var henni því snúið við. Konunni var komið í skála í Kerlingarfjöllum þar sem hlúð var að henni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.