Innlent

Frönsk kona týndist í Hveradölum

Frá Kerlingarfjöllum.
Frá Kerlingarfjöllum. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út til leitar að franskri ferðakonu sem villtist í Hveradölum, nálægt Kerlingarfjöllum í gærkvöldi. Svæðisstjórn Landsbjargar var ræst út og starfsfólki í Kerlingarfjöllum gert viðvart.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi er þetta í þriðja sinn á nokkrum vikum sem ferðalangar villast á svæðinu en hingað til hefur starfsfólkið í Kerlingafjöllum leyst málið áður en kalla hefur þurft út leitarsveitir.

Þyrlan var á leið á staðinn þegar konan kom í leitirnar heil á húfi um klukkan tíu mínútur í tvö í nótt og var henni því snúið við. Konunni var komið í skála í Kerlingarfjöllum þar sem hlúð var að henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×