Dauðsfallið á Hvammstanga: Enn beðið niðurstöðu úr krufningu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2014 14:27 Frá Hvammstanga. Vísir/Jón Sigurður „Von er á skýrslu í lok vikunnar úr krufningu, vegna fráfalls Tomasz Krzeczkowski, sem lést eftir meinta líkamsárás á Hvammstanga fyrr í mánuðinum.“ Þannig hófst frétt á Vísi þann 24. júní síðastliðinn. Síðan eru liðnar tíu vikur og enn bólar ekkert á niðurstöðu úr krufningunni. „Við erum að verða jafnspenntir og þið,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, sem Vísir hefur verið í reglulegu sambandi við undanfarna rúma tvo mánuði. Hann segir í raun aðeins beðið eftir niðurstöðu krufningar en í kjölfarið verði það sent til ríkissaksóknara. Tveir menn, feðgar sem bjuggu í húsinu á Hvammstanga þar sem Krzeczkowski fannst, eru grunaðir um að hafa banað honum aðfaranótt sunnudagsins 15. júní. Sæta þeir farbanni. Fjórir voru í fyrstu handteknir en tveir þeirra liggja ekki undir grun.Jón Gunnlaugur Jónasson.Vísir/VilhelmÁrsgamlar krufningar enn óafgreiddar Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir rannsóknastofu í meinafræði, segir margt spila inn í hvers vegna langan tíma geti tekið að fá niðurstöður úr krufningum sem eru tvenns konar; réttarkrufning og spítalakrufning. Réttarkrufningar eru unnar fyrir lögregluyfirvöld og geta t.d. verið morðrannsóknir, sjálfsvíg og umferðarslys. „Sjálf krufningin er í rauninni gerð tiltölulega fljótlega eftir andlát,“ segir Jón Gunnlaugur. Það taki í raun aðeins nokkra daga. Svo taki aðrir hlutir lengri tíma áður en hægt er að senda frá sér lokaskýrsluna. „Tilgangurinn er að reyna að leiða í ljós þá atburðarás sem leiðir til andláts,“ segir Jón Gunnlaugur um réttarkrufningar. Taka þarf sýni úr líffærum, vinna þau til smásjárrannsókn, framkvæma efnamælingar og lyfjarannsóknir á sýnum bæði úr blóði og vefjum. „Ítarleg greining á sýnum geta tekið allt að þrjá mánuði.“ Um sérfag sé að ræða, réttarmeinafræði, og aðeins einn Íslendingur hafi sótt sér þá menntun. Sá læknir hafi hins vegar starfað í Bandaríkjunum undanfarin átta ár. Tveir þýskir réttarmeinafræðingar starfa fyrir Landspítalann. Önnur hefur verið í fullu starfi frá áramótum en hin er í hálfu starfi. Er hún tvær vikur á Íslandi og tvær vikur í Þýskalandi. Jón Gunnlaugur segir að reynt sé að hraða þeim málum sem beðið er eftir. Hins vegar hafi á síðasta ári aðeins einn starfsmaður gegnt hlutverki réttarmeinafræðings og verkefnin hafi hlaðist upp. Finna megi ársgamlar krufningar sem enn eigi eftir að afgreiða. „Halinn sem var orðinn hefur styst verulega á meðan við höfum verið með þær tvær,“ segir Jón Gunnlaugur sem á við réttarmeinafræðingana þýsku. Sú í fullu starfi mun hverfa til síns heima í lok árs en Jón Gunnlaugur er bjartsýnn á að annar fáist í staðinn. Það hjálpi til að erlendir meinafræðingar sýni Íslandi það mikinn áhuga að hægt sé að fá þá til starfa hér á landi þó til skamms tíma sé. Tengdar fréttir Maðurinn í öndunarvél og honum haldið sofandi Maður liggur nú á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás á Hvammstanga á laugardagskvöld. Maðurinn hlaut meðal annars alvarlega áverka á höfði. 16. júní 2014 08:29 Fjórir grunaðir um líkamsárás á Hvammstanga Töluvert af blóði mun hafa verið í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. 15. júní 2014 16:09 Ekki sjálfsagt að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Enn sitja tveir menn, annar á þrítugsaldri og hinn á sextugsaldri, í gæsluvarðhaldi eftir að maður lést á Hvammstanga um síðastliðna helgi. 20. júní 2014 15:02 Látinn eftir líkamsárásina á Hvammstanga Manninum sem varð fyrir líkamsárás á Hvammstanga aðfaranótt sunnudags var haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans undanfarna daga. 18. júní 2014 18:16 Dauðsfallið á Hvammstanga: Krufningu enn ekki lokið Vonast er til að rannsókn málsins ljúki á haustmánuðum. 16. júlí 2014 11:48 Dauðsfallið á Hvammstanga: Von á skýrslu úr krufningu í lok vikunnar Von er á skýrslu í lok vikunnar úr krufningu, vegna fráfalls Tomasz Krzeczkowski, sem lést eftir meinta líkamsárás á Hvammstanga fyrr í mánuðinum. 24. júní 2014 12:47 Þungt höfuðhögg banameinið | Tveir leystir úr varðhaldi Tveir menn er enn í haldi og er rannsóknin í fullum gangi. 19. júní 2014 14:43 Meintir árásarmenn á Hvammstanga lausir úr haldi Hugsanlegt er að höfuðáverkar sem drógu manninn til dauða megi rekja til slyss en ekki barsmíða 22. júní 2014 13:53 Mögulegt fyrra höfuðhögg til skoðunar Lögreglan á Akureyri hefur meðal annars til rannsóknar hvort maðurinn sem lét lífið af völdum höfuðhöggs um Hvítasunnuhelgina hafi viku fyrr fengið höfuðhögg í skírnarveislu. 24. júní 2014 17:04 Ættingjar og vinir hins látna hrærðir "Stundin gekk mjög vel og það hefur verið mikill samhugur og stuðningur í samfélaginu,“ segir sóknarpresturinn á Hvammstanga. 19. júní 2014 13:13 Fjórmenningarnir í gæsluvarðhald Maðurinn sem slasaðist er í lífshættu en honum er haldið sofandi í öndunarvél. 16. júní 2014 14:51 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Von er á skýrslu í lok vikunnar úr krufningu, vegna fráfalls Tomasz Krzeczkowski, sem lést eftir meinta líkamsárás á Hvammstanga fyrr í mánuðinum.“ Þannig hófst frétt á Vísi þann 24. júní síðastliðinn. Síðan eru liðnar tíu vikur og enn bólar ekkert á niðurstöðu úr krufningunni. „Við erum að verða jafnspenntir og þið,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, sem Vísir hefur verið í reglulegu sambandi við undanfarna rúma tvo mánuði. Hann segir í raun aðeins beðið eftir niðurstöðu krufningar en í kjölfarið verði það sent til ríkissaksóknara. Tveir menn, feðgar sem bjuggu í húsinu á Hvammstanga þar sem Krzeczkowski fannst, eru grunaðir um að hafa banað honum aðfaranótt sunnudagsins 15. júní. Sæta þeir farbanni. Fjórir voru í fyrstu handteknir en tveir þeirra liggja ekki undir grun.Jón Gunnlaugur Jónasson.Vísir/VilhelmÁrsgamlar krufningar enn óafgreiddar Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir rannsóknastofu í meinafræði, segir margt spila inn í hvers vegna langan tíma geti tekið að fá niðurstöður úr krufningum sem eru tvenns konar; réttarkrufning og spítalakrufning. Réttarkrufningar eru unnar fyrir lögregluyfirvöld og geta t.d. verið morðrannsóknir, sjálfsvíg og umferðarslys. „Sjálf krufningin er í rauninni gerð tiltölulega fljótlega eftir andlát,“ segir Jón Gunnlaugur. Það taki í raun aðeins nokkra daga. Svo taki aðrir hlutir lengri tíma áður en hægt er að senda frá sér lokaskýrsluna. „Tilgangurinn er að reyna að leiða í ljós þá atburðarás sem leiðir til andláts,“ segir Jón Gunnlaugur um réttarkrufningar. Taka þarf sýni úr líffærum, vinna þau til smásjárrannsókn, framkvæma efnamælingar og lyfjarannsóknir á sýnum bæði úr blóði og vefjum. „Ítarleg greining á sýnum geta tekið allt að þrjá mánuði.“ Um sérfag sé að ræða, réttarmeinafræði, og aðeins einn Íslendingur hafi sótt sér þá menntun. Sá læknir hafi hins vegar starfað í Bandaríkjunum undanfarin átta ár. Tveir þýskir réttarmeinafræðingar starfa fyrir Landspítalann. Önnur hefur verið í fullu starfi frá áramótum en hin er í hálfu starfi. Er hún tvær vikur á Íslandi og tvær vikur í Þýskalandi. Jón Gunnlaugur segir að reynt sé að hraða þeim málum sem beðið er eftir. Hins vegar hafi á síðasta ári aðeins einn starfsmaður gegnt hlutverki réttarmeinafræðings og verkefnin hafi hlaðist upp. Finna megi ársgamlar krufningar sem enn eigi eftir að afgreiða. „Halinn sem var orðinn hefur styst verulega á meðan við höfum verið með þær tvær,“ segir Jón Gunnlaugur sem á við réttarmeinafræðingana þýsku. Sú í fullu starfi mun hverfa til síns heima í lok árs en Jón Gunnlaugur er bjartsýnn á að annar fáist í staðinn. Það hjálpi til að erlendir meinafræðingar sýni Íslandi það mikinn áhuga að hægt sé að fá þá til starfa hér á landi þó til skamms tíma sé.
Tengdar fréttir Maðurinn í öndunarvél og honum haldið sofandi Maður liggur nú á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás á Hvammstanga á laugardagskvöld. Maðurinn hlaut meðal annars alvarlega áverka á höfði. 16. júní 2014 08:29 Fjórir grunaðir um líkamsárás á Hvammstanga Töluvert af blóði mun hafa verið í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. 15. júní 2014 16:09 Ekki sjálfsagt að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Enn sitja tveir menn, annar á þrítugsaldri og hinn á sextugsaldri, í gæsluvarðhaldi eftir að maður lést á Hvammstanga um síðastliðna helgi. 20. júní 2014 15:02 Látinn eftir líkamsárásina á Hvammstanga Manninum sem varð fyrir líkamsárás á Hvammstanga aðfaranótt sunnudags var haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans undanfarna daga. 18. júní 2014 18:16 Dauðsfallið á Hvammstanga: Krufningu enn ekki lokið Vonast er til að rannsókn málsins ljúki á haustmánuðum. 16. júlí 2014 11:48 Dauðsfallið á Hvammstanga: Von á skýrslu úr krufningu í lok vikunnar Von er á skýrslu í lok vikunnar úr krufningu, vegna fráfalls Tomasz Krzeczkowski, sem lést eftir meinta líkamsárás á Hvammstanga fyrr í mánuðinum. 24. júní 2014 12:47 Þungt höfuðhögg banameinið | Tveir leystir úr varðhaldi Tveir menn er enn í haldi og er rannsóknin í fullum gangi. 19. júní 2014 14:43 Meintir árásarmenn á Hvammstanga lausir úr haldi Hugsanlegt er að höfuðáverkar sem drógu manninn til dauða megi rekja til slyss en ekki barsmíða 22. júní 2014 13:53 Mögulegt fyrra höfuðhögg til skoðunar Lögreglan á Akureyri hefur meðal annars til rannsóknar hvort maðurinn sem lét lífið af völdum höfuðhöggs um Hvítasunnuhelgina hafi viku fyrr fengið höfuðhögg í skírnarveislu. 24. júní 2014 17:04 Ættingjar og vinir hins látna hrærðir "Stundin gekk mjög vel og það hefur verið mikill samhugur og stuðningur í samfélaginu,“ segir sóknarpresturinn á Hvammstanga. 19. júní 2014 13:13 Fjórmenningarnir í gæsluvarðhald Maðurinn sem slasaðist er í lífshættu en honum er haldið sofandi í öndunarvél. 16. júní 2014 14:51 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Maðurinn í öndunarvél og honum haldið sofandi Maður liggur nú á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás á Hvammstanga á laugardagskvöld. Maðurinn hlaut meðal annars alvarlega áverka á höfði. 16. júní 2014 08:29
Fjórir grunaðir um líkamsárás á Hvammstanga Töluvert af blóði mun hafa verið í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. 15. júní 2014 16:09
Ekki sjálfsagt að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Enn sitja tveir menn, annar á þrítugsaldri og hinn á sextugsaldri, í gæsluvarðhaldi eftir að maður lést á Hvammstanga um síðastliðna helgi. 20. júní 2014 15:02
Látinn eftir líkamsárásina á Hvammstanga Manninum sem varð fyrir líkamsárás á Hvammstanga aðfaranótt sunnudags var haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans undanfarna daga. 18. júní 2014 18:16
Dauðsfallið á Hvammstanga: Krufningu enn ekki lokið Vonast er til að rannsókn málsins ljúki á haustmánuðum. 16. júlí 2014 11:48
Dauðsfallið á Hvammstanga: Von á skýrslu úr krufningu í lok vikunnar Von er á skýrslu í lok vikunnar úr krufningu, vegna fráfalls Tomasz Krzeczkowski, sem lést eftir meinta líkamsárás á Hvammstanga fyrr í mánuðinum. 24. júní 2014 12:47
Þungt höfuðhögg banameinið | Tveir leystir úr varðhaldi Tveir menn er enn í haldi og er rannsóknin í fullum gangi. 19. júní 2014 14:43
Meintir árásarmenn á Hvammstanga lausir úr haldi Hugsanlegt er að höfuðáverkar sem drógu manninn til dauða megi rekja til slyss en ekki barsmíða 22. júní 2014 13:53
Mögulegt fyrra höfuðhögg til skoðunar Lögreglan á Akureyri hefur meðal annars til rannsóknar hvort maðurinn sem lét lífið af völdum höfuðhöggs um Hvítasunnuhelgina hafi viku fyrr fengið höfuðhögg í skírnarveislu. 24. júní 2014 17:04
Ættingjar og vinir hins látna hrærðir "Stundin gekk mjög vel og það hefur verið mikill samhugur og stuðningur í samfélaginu,“ segir sóknarpresturinn á Hvammstanga. 19. júní 2014 13:13
Fjórmenningarnir í gæsluvarðhald Maðurinn sem slasaðist er í lífshættu en honum er haldið sofandi í öndunarvél. 16. júní 2014 14:51