Innlent

Ungu konurnar fimm neituðu allar sök

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ungu konurnar við þingfestingu í morgun.
Ungu konurnar við þingfestingu í morgun. vísir/sáp
Þingfesting var í máli fimm ungra kvenna í morgun sem ákærðar eru fyrir hrottafengna líkamsárás á síðasta ári. Þeim er gefið að sök að hafa ráðist á konu fyrir utan skemmtistaðinn Úrillu Górilluna í Reykjavík þann 28. mars í fyrra. Konurnar fimm neituðu allar sök við þingfestingu málsins í morgun.

Ein stúlknanna játaði aftur á móti að hafa rifið í hár stúlkunnar og sparkað í fótlegg hennar. 

Aðalmeðferð í málinu hefst 26. nóvember. Í ákærunni eru tvær kvennanna sakaðar um að hafa fyrst ráðist á fórnarlambið með því að rífa í hár hennar inni á kvennaklósetti skemmtistaðarins. Ein þeirra tveggja auk hinna þriggja hafi í kjölfarið rifið í hár hennar, sparkað og slegið í höfuð og líkama hennar fyrir utan skemmtistaðinn.

Konan hlaut rof á hljóðhimnu og mar á höfði, höndum, hálsi og á sköflungum.

Þess er krafist að ákærðu verði dæmdar til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Auk þess krafist að konunni sem ráðist var á verði greidd ein milljón króna í miskabætur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×