Fótbolti

Emre: Þurfum að vera einbeittir allan leikinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Emre og Terim þjálfari á blaðamannafundi áðan.
Emre og Terim þjálfari á blaðamannafundi áðan. vísir/anton
Emre Belözoğlu, miðjumaður tyrneska landsliðsins, á von á erfiðum leik á morgun þegar Ísland tekur á móti Tyrklandi í á Laugardalsvelli.

Emre sem hefur leikið með liðum á borð við Inter og Newcastle sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í kvöld og var augljóst að tyrknesku leikmennirnir bera mikla virðingu fyrir íslenska liðinu.

„Við erum búnir að missa af síðustu tveimur mótum og við leggjum áherslu á að komast á EM. Undirbúningurinn hefur gengið vel, við spiluðum æfingarleik á dögunum þar sem við gerðum nokkur mistök. Vonandi lærum við af þeim mistökum því við viljum byrja þetta vel og ná þremur stigum,“ sagði Emre sem lagði áherslu á að þetta yrði gríðarlega erfiður leikur.

„Við erum búnir að skoða gamla leiki hjá þeim og íslenska liðið er sterkt heima fyrir. Ég held að það verði litlir hlutir sem munu ráða úrslitunum á morgun. Þessvegna þurfum við að vera með einbeitinguna í lagi allan leikinn, ef við gerum lítil mistök mun íslenska liðið refsa okkur,“ sagði Emre.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×