Innlent

Sigið heldur áfram

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/auðunn níelsson
Askjan í Bárðarbungu hefur sigið um allt að þrjá metra á síðustu tveimur sólarhringum samkvæmt mælingu vísindamanna og alls um rúma átján metra frá umbrotin hófust. Þetta kemur fram á heimasíðu jarðvísindastofnunar háskólans.

Atburðunum í Bárðarbungu er og verður aðeins lýst sem hægu öskusigi en mesta sig frá því umbrot hófust er nú 18,5 metrar, en var á laugardag 15,8.

„Það er enn sem komið er tiltölulega lítið miðað við þekkt öskjusig en á þessari stundu er ómögulegt að segja hve lengi askjan mun síga né hve mikið það verður þegar upp er staðið,“segir á síðunni. 

Mælingarnar voru gerðar í morgun með flugvél ISAVIA, TF-FMS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×