Innlent

Framlög til Þjóðkirkjunnar hækkuð

Atli Ísleifsson skrifar
Heildarfjárveiting til Þjóðkirkjunnar árið 2015 verður 1.507,9 milljónir króna.
Heildarfjárveiting til Þjóðkirkjunnar árið 2015 verður 1.507,9 milljónir króna. Vísir/Stefán Karlsson
Þjóðkirkjan fær rúmum 33 milljónum króna meira á fjárlögum ársins 2015 en hún fékk árið 2014, að frá­töld­um al­menn­um verðlags­breyt­ing­um.

Heildarfjárveiting til Þjóðkirkjunnar árið 2015 verður 1.507,9 milljónir króna samanborið við 1.474,7 milljónir árið 2014.

Í fjárlagafrumvarpinu segir að gert sé ráð fyrir að „rekstrargjöld lækki um 27,7 m.kr. á næsta ári að frátöldum verðlagshækkunum sem nema 60,9 m.kr.“

Varðandi lækkun rekstrargjalda er gerð tillaga um 6 milljón króna lækkun tímabundins framlags til fræðslumiðstöðvar og gistihúss við Skálholtsstað. „Hins vegar er lögð til 21,7 m.kr. lækkun vegna aðhaldsaðgerða í ríkisútgjöldum.“

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að 10,5 millj­ón­ir króna fari til annarra trú­fé­laga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×