Innlent

Framlög til Sinfóníunnar hækka um 67 milljónir

Atli Ísleifsson skrifar
"Hækkunin er til styrktar rekstri hljómsveitarinnar,“ segir í frumvarpinu.
"Hækkunin er til styrktar rekstri hljómsveitarinnar,“ segir í frumvarpinu. Vísir/GVA
Sinfóníuhljómsveit Íslands fær 67 milljónir krónum meira á fjárlögum næsta árs en hún fékk árið 2014, að frátöldum verðlagsbreytingum, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.

Heild­ar­fjárveit­ing til Sinfóníunnar árið 2015 verður 1.000,2 millj­ón­ir króna, miðað við 933,1 millj­ón­ir króna árið 2014.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að framlög hækki um 30 milljónum króna á yfirstandandi fjárlögum að frátöldum launa- og verðlagshækkunum sem nema 37,1 milljónum króna því til viðbótar. „Hækkunin er til styrktar rekstri hljómsveitarinnar,“ segir í frumvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×