Nýjasti hluti Íslands 31. ágúst 2014 20:00 Yfirvöld hafa verið afar treg að veita fréttamönnum leyfi til að nálgast gosstöðvarnar og það var fyrst eftir hádegi í gær sem tækifæri gafst. Það var undir þeim skilyrðum að farið yrði í fylgd björgunarsveitarmanna úr Mývatnssveit og lögreglu. Það er hins vegar ekki auð hlaupið að því að komast á svæðið en það tók hópinn nærri fjórar klukkustundir að aka þangað frá Möðrudal á Fjöllum. Í þessum hópi fréttamanna voru Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður frá Stöð 2, þrír menn voru frá Ríkisútvarpinu og einnig voru tveir ítalskir fréttamenn með í för. Kristján segir hópinn hafa nálgast hraunið varlega, fyrst til að kanna hversu mikill hitinn væri, en þau sáu fljótt að óhætt væri að ganga á því. „Ég verð þeirri stund fegnastur þegar við förum hérðan á brott, vegna ástandsins sem er hér í jörðinni og allra þeirra skjálfta og sprungna sem hér eru þá stendur manni hreint ekki á sama,“ sagði Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, á gosstöðvunum. Kristján Már segir það merkilega tilfinningu að vera á þessu svæði, þótt hann hafi aðeins staldrað þar við skamma stund. Aðeins tólf klukkustundum eftir að hópurinn yfirgaf svæðið rifnaði gossprungan upp aftur, á þessum nákvæmlega sama stað.„Stórkostlegt á meðan það verða eingar hamfarir" Í Drekaskála hefst Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi í jarðeðlisfræði, við ásamt samnemendum sínum úr Cambridge-háskóla. „Hópurinn sem er hér samanstendur af nemendum úr Cambridge. Erum hér með stórt skjálftamælanet sem hefur farið sístækkandi frá árinu 2005. Við erum komin með hátt í 80 jarðskjálftamæla á þessu svæði og erum að þjónusta þá. Við erum bara heppin að þetta kemur upp núna," segir Þorbjörg en tekur fram að þó sé varla hægt að tala um heppni þegar svo alvarlegur atburður er annars vegar. „En við erum búin að fylgjast með svæðinu lengi og þetta verður væntanlega með mest mældu göngum sem um getur fyrir vikið. Askja er auðvitað virkt eldfjall og Cambridge hefur verið að rannsaka það frá 2005 og nú er búið að stækka netið svo það nær nú hringinn í kringum Vatnajökul. Síðustu daga höfum við jafnframt komið fyrir mælum fyrir ofan ganginn svo við erum með mjög gott yfirlit. Það er því erfiður vetur framundan að fara yfir öll þessi gögn."Hvernig líst þér á ástandið hér á þessu svæði? „Manni stendur auðvitað ekki á sama ef berggangurinn er á leið að virku eldfjalli. Við fylgjumst vel með og erum í góðu sambandi við Veðurstofuna," segir Þorbjörg. „Við höfum fundið fyrir skjálftum undanfarna daga. Við vorum hér þegar skjálftinn að stærðinni 4,5 reið yfir austan við Öskjuvatn og það hristist ansi vel. Við vorum sex í skálanum og það hrukku allir upp af værum svefni. Svo höfum við fundið svolítið af minni skjálftum líka, svo þetta er sannarlega virkt svæði." Þorbjörg segir þetta sannarlega vera ævintýri fyrir nema í jarðvísindum að fá að fylgjast svona grannt með gangi mála. „Þetta er bara stórkostlegt á meðan það verða engar hamfarir." Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Yfirvöld hafa verið afar treg að veita fréttamönnum leyfi til að nálgast gosstöðvarnar og það var fyrst eftir hádegi í gær sem tækifæri gafst. Það var undir þeim skilyrðum að farið yrði í fylgd björgunarsveitarmanna úr Mývatnssveit og lögreglu. Það er hins vegar ekki auð hlaupið að því að komast á svæðið en það tók hópinn nærri fjórar klukkustundir að aka þangað frá Möðrudal á Fjöllum. Í þessum hópi fréttamanna voru Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður frá Stöð 2, þrír menn voru frá Ríkisútvarpinu og einnig voru tveir ítalskir fréttamenn með í för. Kristján segir hópinn hafa nálgast hraunið varlega, fyrst til að kanna hversu mikill hitinn væri, en þau sáu fljótt að óhætt væri að ganga á því. „Ég verð þeirri stund fegnastur þegar við förum hérðan á brott, vegna ástandsins sem er hér í jörðinni og allra þeirra skjálfta og sprungna sem hér eru þá stendur manni hreint ekki á sama,“ sagði Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, á gosstöðvunum. Kristján Már segir það merkilega tilfinningu að vera á þessu svæði, þótt hann hafi aðeins staldrað þar við skamma stund. Aðeins tólf klukkustundum eftir að hópurinn yfirgaf svæðið rifnaði gossprungan upp aftur, á þessum nákvæmlega sama stað.„Stórkostlegt á meðan það verða eingar hamfarir" Í Drekaskála hefst Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi í jarðeðlisfræði, við ásamt samnemendum sínum úr Cambridge-háskóla. „Hópurinn sem er hér samanstendur af nemendum úr Cambridge. Erum hér með stórt skjálftamælanet sem hefur farið sístækkandi frá árinu 2005. Við erum komin með hátt í 80 jarðskjálftamæla á þessu svæði og erum að þjónusta þá. Við erum bara heppin að þetta kemur upp núna," segir Þorbjörg en tekur fram að þó sé varla hægt að tala um heppni þegar svo alvarlegur atburður er annars vegar. „En við erum búin að fylgjast með svæðinu lengi og þetta verður væntanlega með mest mældu göngum sem um getur fyrir vikið. Askja er auðvitað virkt eldfjall og Cambridge hefur verið að rannsaka það frá 2005 og nú er búið að stækka netið svo það nær nú hringinn í kringum Vatnajökul. Síðustu daga höfum við jafnframt komið fyrir mælum fyrir ofan ganginn svo við erum með mjög gott yfirlit. Það er því erfiður vetur framundan að fara yfir öll þessi gögn."Hvernig líst þér á ástandið hér á þessu svæði? „Manni stendur auðvitað ekki á sama ef berggangurinn er á leið að virku eldfjalli. Við fylgjumst vel með og erum í góðu sambandi við Veðurstofuna," segir Þorbjörg. „Við höfum fundið fyrir skjálftum undanfarna daga. Við vorum hér þegar skjálftinn að stærðinni 4,5 reið yfir austan við Öskjuvatn og það hristist ansi vel. Við vorum sex í skálanum og það hrukku allir upp af værum svefni. Svo höfum við fundið svolítið af minni skjálftum líka, svo þetta er sannarlega virkt svæði." Þorbjörg segir þetta sannarlega vera ævintýri fyrir nema í jarðvísindum að fá að fylgjast svona grannt með gangi mála. „Þetta er bara stórkostlegt á meðan það verða engar hamfarir."
Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent