Nýjasti hluti Íslands 31. ágúst 2014 20:00 Yfirvöld hafa verið afar treg að veita fréttamönnum leyfi til að nálgast gosstöðvarnar og það var fyrst eftir hádegi í gær sem tækifæri gafst. Það var undir þeim skilyrðum að farið yrði í fylgd björgunarsveitarmanna úr Mývatnssveit og lögreglu. Það er hins vegar ekki auð hlaupið að því að komast á svæðið en það tók hópinn nærri fjórar klukkustundir að aka þangað frá Möðrudal á Fjöllum. Í þessum hópi fréttamanna voru Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður frá Stöð 2, þrír menn voru frá Ríkisútvarpinu og einnig voru tveir ítalskir fréttamenn með í för. Kristján segir hópinn hafa nálgast hraunið varlega, fyrst til að kanna hversu mikill hitinn væri, en þau sáu fljótt að óhætt væri að ganga á því. „Ég verð þeirri stund fegnastur þegar við förum hérðan á brott, vegna ástandsins sem er hér í jörðinni og allra þeirra skjálfta og sprungna sem hér eru þá stendur manni hreint ekki á sama,“ sagði Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, á gosstöðvunum. Kristján Már segir það merkilega tilfinningu að vera á þessu svæði, þótt hann hafi aðeins staldrað þar við skamma stund. Aðeins tólf klukkustundum eftir að hópurinn yfirgaf svæðið rifnaði gossprungan upp aftur, á þessum nákvæmlega sama stað.„Stórkostlegt á meðan það verða eingar hamfarir" Í Drekaskála hefst Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi í jarðeðlisfræði, við ásamt samnemendum sínum úr Cambridge-háskóla. „Hópurinn sem er hér samanstendur af nemendum úr Cambridge. Erum hér með stórt skjálftamælanet sem hefur farið sístækkandi frá árinu 2005. Við erum komin með hátt í 80 jarðskjálftamæla á þessu svæði og erum að þjónusta þá. Við erum bara heppin að þetta kemur upp núna," segir Þorbjörg en tekur fram að þó sé varla hægt að tala um heppni þegar svo alvarlegur atburður er annars vegar. „En við erum búin að fylgjast með svæðinu lengi og þetta verður væntanlega með mest mældu göngum sem um getur fyrir vikið. Askja er auðvitað virkt eldfjall og Cambridge hefur verið að rannsaka það frá 2005 og nú er búið að stækka netið svo það nær nú hringinn í kringum Vatnajökul. Síðustu daga höfum við jafnframt komið fyrir mælum fyrir ofan ganginn svo við erum með mjög gott yfirlit. Það er því erfiður vetur framundan að fara yfir öll þessi gögn."Hvernig líst þér á ástandið hér á þessu svæði? „Manni stendur auðvitað ekki á sama ef berggangurinn er á leið að virku eldfjalli. Við fylgjumst vel með og erum í góðu sambandi við Veðurstofuna," segir Þorbjörg. „Við höfum fundið fyrir skjálftum undanfarna daga. Við vorum hér þegar skjálftinn að stærðinni 4,5 reið yfir austan við Öskjuvatn og það hristist ansi vel. Við vorum sex í skálanum og það hrukku allir upp af værum svefni. Svo höfum við fundið svolítið af minni skjálftum líka, svo þetta er sannarlega virkt svæði." Þorbjörg segir þetta sannarlega vera ævintýri fyrir nema í jarðvísindum að fá að fylgjast svona grannt með gangi mála. „Þetta er bara stórkostlegt á meðan það verða engar hamfarir." Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Yfirvöld hafa verið afar treg að veita fréttamönnum leyfi til að nálgast gosstöðvarnar og það var fyrst eftir hádegi í gær sem tækifæri gafst. Það var undir þeim skilyrðum að farið yrði í fylgd björgunarsveitarmanna úr Mývatnssveit og lögreglu. Það er hins vegar ekki auð hlaupið að því að komast á svæðið en það tók hópinn nærri fjórar klukkustundir að aka þangað frá Möðrudal á Fjöllum. Í þessum hópi fréttamanna voru Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður frá Stöð 2, þrír menn voru frá Ríkisútvarpinu og einnig voru tveir ítalskir fréttamenn með í för. Kristján segir hópinn hafa nálgast hraunið varlega, fyrst til að kanna hversu mikill hitinn væri, en þau sáu fljótt að óhætt væri að ganga á því. „Ég verð þeirri stund fegnastur þegar við förum hérðan á brott, vegna ástandsins sem er hér í jörðinni og allra þeirra skjálfta og sprungna sem hér eru þá stendur manni hreint ekki á sama,“ sagði Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, á gosstöðvunum. Kristján Már segir það merkilega tilfinningu að vera á þessu svæði, þótt hann hafi aðeins staldrað þar við skamma stund. Aðeins tólf klukkustundum eftir að hópurinn yfirgaf svæðið rifnaði gossprungan upp aftur, á þessum nákvæmlega sama stað.„Stórkostlegt á meðan það verða eingar hamfarir" Í Drekaskála hefst Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi í jarðeðlisfræði, við ásamt samnemendum sínum úr Cambridge-háskóla. „Hópurinn sem er hér samanstendur af nemendum úr Cambridge. Erum hér með stórt skjálftamælanet sem hefur farið sístækkandi frá árinu 2005. Við erum komin með hátt í 80 jarðskjálftamæla á þessu svæði og erum að þjónusta þá. Við erum bara heppin að þetta kemur upp núna," segir Þorbjörg en tekur fram að þó sé varla hægt að tala um heppni þegar svo alvarlegur atburður er annars vegar. „En við erum búin að fylgjast með svæðinu lengi og þetta verður væntanlega með mest mældu göngum sem um getur fyrir vikið. Askja er auðvitað virkt eldfjall og Cambridge hefur verið að rannsaka það frá 2005 og nú er búið að stækka netið svo það nær nú hringinn í kringum Vatnajökul. Síðustu daga höfum við jafnframt komið fyrir mælum fyrir ofan ganginn svo við erum með mjög gott yfirlit. Það er því erfiður vetur framundan að fara yfir öll þessi gögn."Hvernig líst þér á ástandið hér á þessu svæði? „Manni stendur auðvitað ekki á sama ef berggangurinn er á leið að virku eldfjalli. Við fylgjumst vel með og erum í góðu sambandi við Veðurstofuna," segir Þorbjörg. „Við höfum fundið fyrir skjálftum undanfarna daga. Við vorum hér þegar skjálftinn að stærðinni 4,5 reið yfir austan við Öskjuvatn og það hristist ansi vel. Við vorum sex í skálanum og það hrukku allir upp af værum svefni. Svo höfum við fundið svolítið af minni skjálftum líka, svo þetta er sannarlega virkt svæði." Þorbjörg segir þetta sannarlega vera ævintýri fyrir nema í jarðvísindum að fá að fylgjast svona grannt með gangi mála. „Þetta er bara stórkostlegt á meðan það verða engar hamfarir."
Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira