Nýjasti hluti Íslands 31. ágúst 2014 20:00 Yfirvöld hafa verið afar treg að veita fréttamönnum leyfi til að nálgast gosstöðvarnar og það var fyrst eftir hádegi í gær sem tækifæri gafst. Það var undir þeim skilyrðum að farið yrði í fylgd björgunarsveitarmanna úr Mývatnssveit og lögreglu. Það er hins vegar ekki auð hlaupið að því að komast á svæðið en það tók hópinn nærri fjórar klukkustundir að aka þangað frá Möðrudal á Fjöllum. Í þessum hópi fréttamanna voru Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður frá Stöð 2, þrír menn voru frá Ríkisútvarpinu og einnig voru tveir ítalskir fréttamenn með í för. Kristján segir hópinn hafa nálgast hraunið varlega, fyrst til að kanna hversu mikill hitinn væri, en þau sáu fljótt að óhætt væri að ganga á því. „Ég verð þeirri stund fegnastur þegar við förum hérðan á brott, vegna ástandsins sem er hér í jörðinni og allra þeirra skjálfta og sprungna sem hér eru þá stendur manni hreint ekki á sama,“ sagði Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, á gosstöðvunum. Kristján Már segir það merkilega tilfinningu að vera á þessu svæði, þótt hann hafi aðeins staldrað þar við skamma stund. Aðeins tólf klukkustundum eftir að hópurinn yfirgaf svæðið rifnaði gossprungan upp aftur, á þessum nákvæmlega sama stað.„Stórkostlegt á meðan það verða eingar hamfarir" Í Drekaskála hefst Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi í jarðeðlisfræði, við ásamt samnemendum sínum úr Cambridge-háskóla. „Hópurinn sem er hér samanstendur af nemendum úr Cambridge. Erum hér með stórt skjálftamælanet sem hefur farið sístækkandi frá árinu 2005. Við erum komin með hátt í 80 jarðskjálftamæla á þessu svæði og erum að þjónusta þá. Við erum bara heppin að þetta kemur upp núna," segir Þorbjörg en tekur fram að þó sé varla hægt að tala um heppni þegar svo alvarlegur atburður er annars vegar. „En við erum búin að fylgjast með svæðinu lengi og þetta verður væntanlega með mest mældu göngum sem um getur fyrir vikið. Askja er auðvitað virkt eldfjall og Cambridge hefur verið að rannsaka það frá 2005 og nú er búið að stækka netið svo það nær nú hringinn í kringum Vatnajökul. Síðustu daga höfum við jafnframt komið fyrir mælum fyrir ofan ganginn svo við erum með mjög gott yfirlit. Það er því erfiður vetur framundan að fara yfir öll þessi gögn."Hvernig líst þér á ástandið hér á þessu svæði? „Manni stendur auðvitað ekki á sama ef berggangurinn er á leið að virku eldfjalli. Við fylgjumst vel með og erum í góðu sambandi við Veðurstofuna," segir Þorbjörg. „Við höfum fundið fyrir skjálftum undanfarna daga. Við vorum hér þegar skjálftinn að stærðinni 4,5 reið yfir austan við Öskjuvatn og það hristist ansi vel. Við vorum sex í skálanum og það hrukku allir upp af værum svefni. Svo höfum við fundið svolítið af minni skjálftum líka, svo þetta er sannarlega virkt svæði." Þorbjörg segir þetta sannarlega vera ævintýri fyrir nema í jarðvísindum að fá að fylgjast svona grannt með gangi mála. „Þetta er bara stórkostlegt á meðan það verða engar hamfarir." Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Yfirvöld hafa verið afar treg að veita fréttamönnum leyfi til að nálgast gosstöðvarnar og það var fyrst eftir hádegi í gær sem tækifæri gafst. Það var undir þeim skilyrðum að farið yrði í fylgd björgunarsveitarmanna úr Mývatnssveit og lögreglu. Það er hins vegar ekki auð hlaupið að því að komast á svæðið en það tók hópinn nærri fjórar klukkustundir að aka þangað frá Möðrudal á Fjöllum. Í þessum hópi fréttamanna voru Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður frá Stöð 2, þrír menn voru frá Ríkisútvarpinu og einnig voru tveir ítalskir fréttamenn með í för. Kristján segir hópinn hafa nálgast hraunið varlega, fyrst til að kanna hversu mikill hitinn væri, en þau sáu fljótt að óhætt væri að ganga á því. „Ég verð þeirri stund fegnastur þegar við förum hérðan á brott, vegna ástandsins sem er hér í jörðinni og allra þeirra skjálfta og sprungna sem hér eru þá stendur manni hreint ekki á sama,“ sagði Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, á gosstöðvunum. Kristján Már segir það merkilega tilfinningu að vera á þessu svæði, þótt hann hafi aðeins staldrað þar við skamma stund. Aðeins tólf klukkustundum eftir að hópurinn yfirgaf svæðið rifnaði gossprungan upp aftur, á þessum nákvæmlega sama stað.„Stórkostlegt á meðan það verða eingar hamfarir" Í Drekaskála hefst Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi í jarðeðlisfræði, við ásamt samnemendum sínum úr Cambridge-háskóla. „Hópurinn sem er hér samanstendur af nemendum úr Cambridge. Erum hér með stórt skjálftamælanet sem hefur farið sístækkandi frá árinu 2005. Við erum komin með hátt í 80 jarðskjálftamæla á þessu svæði og erum að þjónusta þá. Við erum bara heppin að þetta kemur upp núna," segir Þorbjörg en tekur fram að þó sé varla hægt að tala um heppni þegar svo alvarlegur atburður er annars vegar. „En við erum búin að fylgjast með svæðinu lengi og þetta verður væntanlega með mest mældu göngum sem um getur fyrir vikið. Askja er auðvitað virkt eldfjall og Cambridge hefur verið að rannsaka það frá 2005 og nú er búið að stækka netið svo það nær nú hringinn í kringum Vatnajökul. Síðustu daga höfum við jafnframt komið fyrir mælum fyrir ofan ganginn svo við erum með mjög gott yfirlit. Það er því erfiður vetur framundan að fara yfir öll þessi gögn."Hvernig líst þér á ástandið hér á þessu svæði? „Manni stendur auðvitað ekki á sama ef berggangurinn er á leið að virku eldfjalli. Við fylgjumst vel með og erum í góðu sambandi við Veðurstofuna," segir Þorbjörg. „Við höfum fundið fyrir skjálftum undanfarna daga. Við vorum hér þegar skjálftinn að stærðinni 4,5 reið yfir austan við Öskjuvatn og það hristist ansi vel. Við vorum sex í skálanum og það hrukku allir upp af værum svefni. Svo höfum við fundið svolítið af minni skjálftum líka, svo þetta er sannarlega virkt svæði." Þorbjörg segir þetta sannarlega vera ævintýri fyrir nema í jarðvísindum að fá að fylgjast svona grannt með gangi mála. „Þetta er bara stórkostlegt á meðan það verða engar hamfarir."
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent