Nýjasti hluti Íslands 31. ágúst 2014 20:00 Yfirvöld hafa verið afar treg að veita fréttamönnum leyfi til að nálgast gosstöðvarnar og það var fyrst eftir hádegi í gær sem tækifæri gafst. Það var undir þeim skilyrðum að farið yrði í fylgd björgunarsveitarmanna úr Mývatnssveit og lögreglu. Það er hins vegar ekki auð hlaupið að því að komast á svæðið en það tók hópinn nærri fjórar klukkustundir að aka þangað frá Möðrudal á Fjöllum. Í þessum hópi fréttamanna voru Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður frá Stöð 2, þrír menn voru frá Ríkisútvarpinu og einnig voru tveir ítalskir fréttamenn með í för. Kristján segir hópinn hafa nálgast hraunið varlega, fyrst til að kanna hversu mikill hitinn væri, en þau sáu fljótt að óhætt væri að ganga á því. „Ég verð þeirri stund fegnastur þegar við förum hérðan á brott, vegna ástandsins sem er hér í jörðinni og allra þeirra skjálfta og sprungna sem hér eru þá stendur manni hreint ekki á sama,“ sagði Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, á gosstöðvunum. Kristján Már segir það merkilega tilfinningu að vera á þessu svæði, þótt hann hafi aðeins staldrað þar við skamma stund. Aðeins tólf klukkustundum eftir að hópurinn yfirgaf svæðið rifnaði gossprungan upp aftur, á þessum nákvæmlega sama stað.„Stórkostlegt á meðan það verða eingar hamfarir" Í Drekaskála hefst Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi í jarðeðlisfræði, við ásamt samnemendum sínum úr Cambridge-háskóla. „Hópurinn sem er hér samanstendur af nemendum úr Cambridge. Erum hér með stórt skjálftamælanet sem hefur farið sístækkandi frá árinu 2005. Við erum komin með hátt í 80 jarðskjálftamæla á þessu svæði og erum að þjónusta þá. Við erum bara heppin að þetta kemur upp núna," segir Þorbjörg en tekur fram að þó sé varla hægt að tala um heppni þegar svo alvarlegur atburður er annars vegar. „En við erum búin að fylgjast með svæðinu lengi og þetta verður væntanlega með mest mældu göngum sem um getur fyrir vikið. Askja er auðvitað virkt eldfjall og Cambridge hefur verið að rannsaka það frá 2005 og nú er búið að stækka netið svo það nær nú hringinn í kringum Vatnajökul. Síðustu daga höfum við jafnframt komið fyrir mælum fyrir ofan ganginn svo við erum með mjög gott yfirlit. Það er því erfiður vetur framundan að fara yfir öll þessi gögn."Hvernig líst þér á ástandið hér á þessu svæði? „Manni stendur auðvitað ekki á sama ef berggangurinn er á leið að virku eldfjalli. Við fylgjumst vel með og erum í góðu sambandi við Veðurstofuna," segir Þorbjörg. „Við höfum fundið fyrir skjálftum undanfarna daga. Við vorum hér þegar skjálftinn að stærðinni 4,5 reið yfir austan við Öskjuvatn og það hristist ansi vel. Við vorum sex í skálanum og það hrukku allir upp af værum svefni. Svo höfum við fundið svolítið af minni skjálftum líka, svo þetta er sannarlega virkt svæði." Þorbjörg segir þetta sannarlega vera ævintýri fyrir nema í jarðvísindum að fá að fylgjast svona grannt með gangi mála. „Þetta er bara stórkostlegt á meðan það verða engar hamfarir." Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Yfirvöld hafa verið afar treg að veita fréttamönnum leyfi til að nálgast gosstöðvarnar og það var fyrst eftir hádegi í gær sem tækifæri gafst. Það var undir þeim skilyrðum að farið yrði í fylgd björgunarsveitarmanna úr Mývatnssveit og lögreglu. Það er hins vegar ekki auð hlaupið að því að komast á svæðið en það tók hópinn nærri fjórar klukkustundir að aka þangað frá Möðrudal á Fjöllum. Í þessum hópi fréttamanna voru Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður frá Stöð 2, þrír menn voru frá Ríkisútvarpinu og einnig voru tveir ítalskir fréttamenn með í för. Kristján segir hópinn hafa nálgast hraunið varlega, fyrst til að kanna hversu mikill hitinn væri, en þau sáu fljótt að óhætt væri að ganga á því. „Ég verð þeirri stund fegnastur þegar við förum hérðan á brott, vegna ástandsins sem er hér í jörðinni og allra þeirra skjálfta og sprungna sem hér eru þá stendur manni hreint ekki á sama,“ sagði Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, á gosstöðvunum. Kristján Már segir það merkilega tilfinningu að vera á þessu svæði, þótt hann hafi aðeins staldrað þar við skamma stund. Aðeins tólf klukkustundum eftir að hópurinn yfirgaf svæðið rifnaði gossprungan upp aftur, á þessum nákvæmlega sama stað.„Stórkostlegt á meðan það verða eingar hamfarir" Í Drekaskála hefst Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi í jarðeðlisfræði, við ásamt samnemendum sínum úr Cambridge-háskóla. „Hópurinn sem er hér samanstendur af nemendum úr Cambridge. Erum hér með stórt skjálftamælanet sem hefur farið sístækkandi frá árinu 2005. Við erum komin með hátt í 80 jarðskjálftamæla á þessu svæði og erum að þjónusta þá. Við erum bara heppin að þetta kemur upp núna," segir Þorbjörg en tekur fram að þó sé varla hægt að tala um heppni þegar svo alvarlegur atburður er annars vegar. „En við erum búin að fylgjast með svæðinu lengi og þetta verður væntanlega með mest mældu göngum sem um getur fyrir vikið. Askja er auðvitað virkt eldfjall og Cambridge hefur verið að rannsaka það frá 2005 og nú er búið að stækka netið svo það nær nú hringinn í kringum Vatnajökul. Síðustu daga höfum við jafnframt komið fyrir mælum fyrir ofan ganginn svo við erum með mjög gott yfirlit. Það er því erfiður vetur framundan að fara yfir öll þessi gögn."Hvernig líst þér á ástandið hér á þessu svæði? „Manni stendur auðvitað ekki á sama ef berggangurinn er á leið að virku eldfjalli. Við fylgjumst vel með og erum í góðu sambandi við Veðurstofuna," segir Þorbjörg. „Við höfum fundið fyrir skjálftum undanfarna daga. Við vorum hér þegar skjálftinn að stærðinni 4,5 reið yfir austan við Öskjuvatn og það hristist ansi vel. Við vorum sex í skálanum og það hrukku allir upp af værum svefni. Svo höfum við fundið svolítið af minni skjálftum líka, svo þetta er sannarlega virkt svæði." Þorbjörg segir þetta sannarlega vera ævintýri fyrir nema í jarðvísindum að fá að fylgjast svona grannt með gangi mála. „Þetta er bara stórkostlegt á meðan það verða engar hamfarir."
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira