Nói Siríus leitar að smökkurum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2014 12:54 Sýnishorn af þeim vörum sem smakkararnir þurfa að dæma. MYND/NÓI SIRÍUS Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus leitar nú að fólki í svokallaðan bragðpanil þar sem það fær sendar vörur sem fyrirtækið er að þróa. Viðkomandi smakkar vörurnar og gefur þeim einkunnir sem Nói byggir á þegar fyrirtækið ákveður hvort vörurnar verði framleiddar eða ekki. Á undanförnum árum hafa á bilinu 40 til 50 fjölskyldur fengið sendar vörur frá fyrirtækinu til mats og smökkunar en ákveðið var á fundi í stjórn fyrirtækisins í gær að fjölga í hópnum. Nói Siríus auglýsti eftir áhugasömum á Facebook-síðu sinni á ellefta tímanum í dag og viðbrögðin létu ekki á sér standa.514 manns höfðu skráð athugasemd við færsluna þegar einungis 20 mínútur voru liðnar frá birtingu hennar. Fyrirtækið íhugar að bæta þremur einstaklingum við bragðpanilinn og því er framboðið langt umfram eftirspurn. Ljóst er að nammigrísir landsins sjá sér gott til glóðarinnar og af athugasemdunum að dæma er mörgum í mun að detta í lukkupottinn.Vel valdar athugasemdir má sjá hér að neðan „Þið finnið varla meiri nammigrís en mig í þetta verkefni!! er mikið til í að vera með svo plís veljið mig:D“ „Atvinnu nammigrís á ferð! Skal glaður taka þetta að mér“ „Ég hef sinnt þessu starfi á óeigingjarnan hátt í mörg ár og mér finnst algjörlega kominn tími til að þið farið að taka mark á því sem ég segi! Ég býð mig þess vegna fram sem smakkara og mitt fyrsta mál á dagskrá verður að fá ykkur til að gera súkkulaðipoppið varanlegan hluta af Nóa en ekki aðeins í takmörkuðu magni!“ „Uuu hljómar eins og verkefni fyrir súkkulaðikjaft eins og mig Btw þá á maðurinn minn eftir að gera endalaust grín að mér fyrir að hafa kommentað hérna... Kv. Súkkulaðifíkillinn“ „Ég held að þetta sé uppfylling æskudraums, bara að sjá að jobbið sé til annars get ég alveg aðstoðað við þetta enda þekkt fyrir að eyðileggja megranir annarra með gjafmildi á sætindum.“ „Ég býð mig heilshugar fram. Er atvinnu smakkari frá Kjörís hér í den og ligg ekki á skoðunum þegar kemur að mikilvægum málefnum eins og nýju súkkulaði til dæmis. Get sent ykkur ferilskrá og meðmæli.“ „Já þetta starf myndi henta mér svakalega vel! Ég hefði mjög gaman af því að smakka hin ýmsu góðgæti“ Post by Nói Síríus. Mest lesið „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent Lögregla lokaði áfengissölustað Innlent Þykknar upp og snjóar Veður Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fleiri fréttir Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Sjá meira
Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus leitar nú að fólki í svokallaðan bragðpanil þar sem það fær sendar vörur sem fyrirtækið er að þróa. Viðkomandi smakkar vörurnar og gefur þeim einkunnir sem Nói byggir á þegar fyrirtækið ákveður hvort vörurnar verði framleiddar eða ekki. Á undanförnum árum hafa á bilinu 40 til 50 fjölskyldur fengið sendar vörur frá fyrirtækinu til mats og smökkunar en ákveðið var á fundi í stjórn fyrirtækisins í gær að fjölga í hópnum. Nói Siríus auglýsti eftir áhugasömum á Facebook-síðu sinni á ellefta tímanum í dag og viðbrögðin létu ekki á sér standa.514 manns höfðu skráð athugasemd við færsluna þegar einungis 20 mínútur voru liðnar frá birtingu hennar. Fyrirtækið íhugar að bæta þremur einstaklingum við bragðpanilinn og því er framboðið langt umfram eftirspurn. Ljóst er að nammigrísir landsins sjá sér gott til glóðarinnar og af athugasemdunum að dæma er mörgum í mun að detta í lukkupottinn.Vel valdar athugasemdir má sjá hér að neðan „Þið finnið varla meiri nammigrís en mig í þetta verkefni!! er mikið til í að vera með svo plís veljið mig:D“ „Atvinnu nammigrís á ferð! Skal glaður taka þetta að mér“ „Ég hef sinnt þessu starfi á óeigingjarnan hátt í mörg ár og mér finnst algjörlega kominn tími til að þið farið að taka mark á því sem ég segi! Ég býð mig þess vegna fram sem smakkara og mitt fyrsta mál á dagskrá verður að fá ykkur til að gera súkkulaðipoppið varanlegan hluta af Nóa en ekki aðeins í takmörkuðu magni!“ „Uuu hljómar eins og verkefni fyrir súkkulaðikjaft eins og mig Btw þá á maðurinn minn eftir að gera endalaust grín að mér fyrir að hafa kommentað hérna... Kv. Súkkulaðifíkillinn“ „Ég held að þetta sé uppfylling æskudraums, bara að sjá að jobbið sé til annars get ég alveg aðstoðað við þetta enda þekkt fyrir að eyðileggja megranir annarra með gjafmildi á sætindum.“ „Ég býð mig heilshugar fram. Er atvinnu smakkari frá Kjörís hér í den og ligg ekki á skoðunum þegar kemur að mikilvægum málefnum eins og nýju súkkulaði til dæmis. Get sent ykkur ferilskrá og meðmæli.“ „Já þetta starf myndi henta mér svakalega vel! Ég hefði mjög gaman af því að smakka hin ýmsu góðgæti“ Post by Nói Síríus.
Mest lesið „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent Lögregla lokaði áfengissölustað Innlent Þykknar upp og snjóar Veður Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fleiri fréttir Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Sjá meira