Innlent

Sigmundur Davíð kallaður út í Skógarhlíð

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru mættir í Samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð þar sem situr fund ásamt fleirum þar sem farið er yfir stöu mála vegna eldogss í Dyngjujökli.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri og Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, eru meðal þeirra sem sitja fundinn með forsætisráðherra. Verið er að setja Sigmund Davíð, Hönnu Birnu og Harald inn í stöðu mála.

Starfslið Samhæfingarmiðstöðvarinnar var ræst út á öðrum tímanum í dag, þegar byrjaði að gjósa í Dyngjujökli.


Tengdar fréttir

Alþjóðaflugið enn opið

Ekki hefur verið lokað fyrir flug til og frá landinu. Talið er að lítið gos sé hafið undir Dyngjujökli að því er kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

International air traffic not affected

International flights still operate to and from Keflavik International Airport, in spite of the eruption in Dyngjujökull glacier, near Bárðarbunga, which started earlier today.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.