Innlent

Myndband af slagsmálunum á Café Milano komið á netið

Myndband af slagsmálum, sem áttu sér stað inni á kaffihúsinu Café Milano í mars, er nú komið á netið. Á myndbandinu, sem er úr öryggismyndavél, má sjá einn mann stökkva að öðrum og slást þeir síðan harkalega.

Vísir fjallaði um málið á sínum tíma. Þá var tekið stutt viðtal við Hilmar Leifsson, sem stokkið var á inni á staðnum. „Hann ætlaði að afgreiða þetta með einu til tveimur höggum og rota mig, en það þarf fleiri en þennan grísling til að vinna mig,“ sagði Hilmar þá í samtali við fréttastofu.

„Ég sat bara þarna með konunni minni og barninu mínu og þeir vildu tala við mig. Ég bauð þeim að koma út fyrir til að ræða saman. Þá sló þessi maður mig,“ sagði hann ennfremur og bætti við:

„Þetta er svo lúalegt og subbulegt. Ég sat á þessum rólega og yndislega stað, þangað sem fólk kemur með fjölskylduna sína, og þá er ráðist á mig með þessum hætti. Fyrir framan fleira fólk og þetta var mjög „brútal““.

Samkvæmt heimildum Vísis eru mennirnir sem tókust á inni á Café Milano þeir sömu og slógust fyrir utan World Class í laugardalnum í fyrradag. Maðurinn sem Hilmar slóst við í bæði skiptin heitir Gilbert Sigurðsson.

Mennirnir hafa deilt harkalega um skeið og eru deilur þeirra farnar að færast yfir í netheima þar sem myndbönd, ljósmyndir og frásagnir af þeim hafa birst að undanförnu.


Tengdar fréttir

„Þetta er svo lúalegt og subbulegt“

„Hann ætlaði að afgreiða þetta með einu til tveimur höggum og rota mig, en það þarf fleiri en þennan grísling til að vinna mig,“ segir Hilmar Leifsson um líkamsárás sem hann varð fyrir um miðjan dag í gær.

Rafbyssu beitt í slagsmálum í Laugardal

Myndband af slagsmálum fyrir utan World Class í Laugardal er nú komið á netið. Lögregla leitar manns sem beitti rafbyssu í átökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×