Innlent

„Þetta er svo lúalegt og subbulegt“

"Ég gaf honum einn á kjaftinn og kastaði honum á bakið í gólfið. Hann hljóp dauðhræddur út og missti skóinn á leiðinni.“
"Ég gaf honum einn á kjaftinn og kastaði honum á bakið í gólfið. Hann hljóp dauðhræddur út og missti skóinn á leiðinni.“ VÍSIR/DANÍEL
„Hann ætlaði að afgreiða þetta með einu til tveimur höggum og rota mig, en það þarf fleiri en þennan grísling til að vinna mig,“ segir Hilmar Leifsson í samtali við Vísi.

Um miðjan dag í gær sat Hilmar ásamt konunni sinni, átta mánaða barni  þeirra og vinafólki, meðal annars Davíð Smára Helenarsyni, einnig þekktum sem Dabba Grensás, á Kaffi Mílanó í Reykjavík.

„Ég sat bara þarna með konunni minni og barninu mínu og þeir vildu tala við mig. Ég bauð þeim að koma út fyrir til að ræða saman. Þá sló þessi maður mig,“ segir Hilmar.

DV greindi frá málinu í morgun og þar kemur fram að Hilmar sé hættur í mótórhjólasamtökunum Fáfni sem hann var í um nokkurt skeið.

Hilmar þekkir manninn sem kýldi hann. „Þetta er svo lúalegt og subbulegt,“ segir Hilmar. „Ég sat á þessum rólega og yndislega stað, þangað sem fólk kemur með fjölskylduna sína, og þá er ráðist á mig með þessum hætti. Fyrir framan fleira fólk og þetta var mjög „brútal““.

Hilmar tók á móti þegar á hann var ráðist. „Ég gaf honum einn á kjaftinn og kastaði honum á bakið í gólfið. Hann hljóp dauðhræddur út og missti skóinn á leiðinni.“

Lögreglumenn voru sendir á vettvang. Samkvæmt upplýsingum DV kveðst lögreglan þekkja vel til mannanna sem þarna um ræðir. Um er að ræða þrjá karlmenn og eina konu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×