Innlent

Skjálfti upp á 3,8 stig á 600 metra dýpi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgunarsveitarfólk við lokun á Gæsavatnaleið í dag.
Björgunarsveitarfólk við lokun á Gæsavatnaleið í dag. Vísir/Vilhelm
Annar stór og grunnur skjálfti mældist 3,8 kílómetra suðaustur af Bárðarbungu klukkan 21:56 í kvöld. Skjálftinn var 3,8 stig samkvæmt fyrstu tölum og á 600 metra dýpi. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Skjálfti upp á 4,6 stig mældist um 5,3 kílómetra norðaustur af Bárðarbungu klukkan 18:33. Hann mældist fyrst 4,2 stig en var uppfærður í 4,6 stig.

Engar augljósar vísbendingar eru um eldgos undir Dyngjujökli eins og kom fram í uppgjöri Almannavarna og Veðurstofu Íslands í kvöld.


Tengdar fréttir

Hraða viðgerðum í Kelduhverfi

Langbylgja RÚV næst í Kelduhverfi og Öxarfirði þótt FM útsendingar RÚV á svæðinu hafi ekki verið eins og best verður á kosið.

Skjálftavirkni aukist gríðarlega

Á þrívíddarkorti sem Bæring Gunnar Steinþórsson gerði má sjá fjölda skjálfta og hversu djúpt þeir liggja. Stærsti skjálftinn er 4,5 og var á 12 kílómetra dýpi. Á kortinu má sjá einnig sjá yfirlitstöflu yfir skjálftana.

Frekari lokanir vega á Norðausturlandi

Almannavarnir hafa lokað fleiri leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla vegna flóðahættu sem gæti skapast við hugsanlega gæti skapast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×