Innlent

Grunaður um að kveikja í bíl við Ægisgötu

Tilkynnt var um eld í fólksbíl við Ægisgötu í Reykjavík laust fyrir klukkan eitt í nótt og var hann alelda þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang.

Slökkviliði tókst að koma í veg fyrir að eldurinn teygði sig í nálæga bíla og slökkti eldinn á skammri stundu og var flakið fjarlægt með dráttarbíl.

Lögregla hafði upp á manni í grenndinni, sem er grunaður um að hafa kveikt í bílnum og er hann vistaður í fangageymslum þar til hann verður yfirheyrður í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×