Innlent

Bjarni ósáttur við umboðsmann

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bjarni Benediktsson segir að Hanna Birna  Kristjánsdóttir hafi ennþá fullt traust hans til að gegna embætti innanríkisráðherra.
Bjarni Benediktsson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi ennþá fullt traust hans til að gegna embætti innanríkisráðherra.
„Maður spyr sig að því hvaða tilefni það er fyrir umboðsmann til þess að birta mál sem er enn í vinnslu í fjölmiðlum og gefi mönnum ekki tækifæri til þess að koma sjónarmiðum á framfæri áður en málið er tekið til opinberrar umræðu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann gekk út af ríkisstjórnarfundi í hádeginu í dag.Hann sagðist einnig ekki ætla að fara í efnislega umræðu um efni bréfs Umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra er varðar rannsókn lögreglunnar á ráðuneytinu í tenglsum við lekamálið svokallaða því hann hafi ekki kynnt sér innihald þess að svo stöddu.

Hann segir innanríkisráðherra fullfæran um að svara fyrir þær athugasemdir sem þar koma fram og hafi rétt á tíma til að bregðast við bréfi umboðsmanns og koma sínum sjónarmiðum á framfærum.  Hann bætir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi ennþá fullt traust hans til að gegna embætti innanríkisráðherra.„Það sem mér finnst einkar athugavert við framganginn þessa dagana, og það sem er að gerast í dag, er það að hér eru sett fram sjónarmið í málinu og send fjölmiðlum þegar fyrir liggur að ráðuneytið á eftir að bregðast við,“ sagði Bjarni Benediktsson fyrir utan Stjórnarráðið í dag. 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Stefán leitaði til ríkissaksóknara

Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafði samband við ríkissaksóknara þar sem fyrirspurnir ráðherra hafi verið á þann veg að hann þurfti að afla upplýsinga um rannsóknina á lekamálinu.

Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV

Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra.

Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis

Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.